Fyrsti dagurinn á HM 2017

Facebook
Twitter

Dagný Edda Þórisdóttir KFRHeimsmeistaramótið í keilu byrjaði í Las Vegas í gær þegar einstaklingskeppni kvenna hófst.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir bæði karla og kvennalið saman á Heimsmeistaramót, en 6 konur og 6 karlar skipa liðið. Keppt er í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og 5 manna liða. Alls er 46 þjóðir sem taka þátt í mótin og eru 176 keppendur í kvennaflokki. Nær allir sterkustu keppendur heims taka þátt í mótinu. 

Aðstæður eru erfiðar en olíuburðurinn á brautunum var útbúinn þannig að keppendur ættu erfitt með að ná háu skori.

Íslensku keppendurnir lentu í erfiðleikum með aðstæðurnar en spilamennska dagsins er góður lærdómur fyrir áframhaldið. Það var Dagný Edda Þórisdóttir sem spilaði best íslensku keppendanna í dag. Hún var með 1062 stig í 6 leikjum sem gera 177 í meðaltal. Hún er í 128 sæti.

Í dag hefst einstaklinskeppni karla og verða leiknir 6 leikir. Klukkan 9 að staðartíma leika Gústaf Smári Björnsson, Gunnar Þór Ásgeirsson, Jón Ingi Ragnarsson og Arnar Davíð Jónsson en kl. 13:40 leika Hafþór Harðarson og Skúli Freyr Jónsson.

Hægt er að fylgjast með framgöngu okkar manna á heimasíðu mótsins.

Landsliðshópana skipa:

Konur

  • Bergþóra Rós Óalfsdóttir ÍR
  • Dagný Edda Þórisdóttir KFR – Fyrirliði
  • Guðný Gunnarsdóttir ÍR
  • Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
  • Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

Karlar

  • Arnar Davíð Jónsson KFR – Fyrirliði
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Gústa Smári Björnsson KFR
  • Hafþór Harðarson ÍR
  • Jón Ingi Ragarsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Nýjustu fréttirnar