KLÍ fær aukaúthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ

Facebook
Twitter

ÍSÍ hefur úthlutað Keilusambandi Íslands styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ.

 

Keilu­sam­band Íslands, KLÍ, starf­ræk­ir öfl­ugt af­reks­starf, en sam­bandið hef­ur á sín­um snær­um þrjá af­reks­hópa. Þetta eru af­reks­hóp­ur kvenna, karla og ung­menna. Íþrótta­sam­band Íslands, ÍSÍ, hef­ur ákveðið að veita KLÍ styrk úr Af­reks­sjóði ÍSÍ vegna af­reks­starfs KLÍ. 

Samn­ing­ur­inn um styrk­inn var und­ir­ritaður á blaðamanna­fundi sem hald­inn var i höfuðstöðvum ÍSÍ í dag. Styrk­ur­inn hljóðar upp á 1.600.000 krón­ur og skal hann renna í af­reks­starf KLÍ.  Fyrr á ár­inu var af­greiddur 1.100.000 króna styrk­ur frá ÍSÍ til KLÍ. 

 

Það voru Lár­us Blön­dal, formaður ÍSÍ, og Ásgrím­ur Helgi Ein­ars­son, formaður KLÍ, sem und­ir­rituðu samn­ing­inn í há­deg­inu í dag ásamt Unni Vilhjálmsdóttir gjaldkera KLÍ og Lilju Sigurðardóttir formanni Afrekssjóðs ÍSÍ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar