Fyrsta keppnisdegi í Noregi lokið

Facebook
Twitter

Fyrsti leikdagur Afrekshóps karla hjá Keilusambandi Íslands á Opna Norska Meistaramótinu var i dag. Alls eru 12 aðilar úr afrekshópnum sem spila á mótinu.  Hópurinn lenti í Osló um 13:00 og byrjuðu að spila kl. 17. Einhver ferðaþreyta var í hópnum og var árangur dagsins upp og niður.
 

Það var Íslandsmeistarinn Gústaf Smári Björnsson sem spilaði best okkar manna en hann spilaði 1290 í 6 leikjum eða 215 að meðaltali í leik. Fast á hæla honum komu Arnar Davíð Jónsson með 1285, Gunnar Þór Ásgeirsson með 1275 og Hafþór Harðarson með 1271.
Hópurinn spilar aftur á morgun kl. 15 að íslenskum tíma en mótið stendur fram á sunnudag.  

Í næstu viku munu svo landsliðsþjálfarar karla velja 6 manna hóp sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í Las Vegas í lok nóvember. 

Heildarstöðu í mótinu má sjá hér.

 

Nýjustu fréttirnar