Meistarar meistaranna

Facebook
Twitter

Að venju hófst keppnistímabilið á Meistarakeppni KLÍ en þar áttu kappi Íslands- og Bikarmeistarar síðasta árs.

 

 

 

 

Í karlaflokki mættust Íslandsmeistarar ÍR-KLS og Bikarmeistararnir í KFR-Lærlingum. Þar voru fyrstu tveir leikirnir mjög jafnir var einungis fjöggura pinna munur á milli liðanna en Lærlingar sigldu þessu heim með öruggum sigri í síðasta leik. Lokaúrslit voru 1935 – 1834 

Í kvennaflokki voru það Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur og Bikarmeistarar KFR-Afturgöngu sem mættust. Úr varð frekar þægilegur sigur þar sem KFR-Valkyrjur unnu með um það bil 50 pinna mun hvern leik og voru lokaúrslit voru 1638-1477

Til hamingju Lærlingar og Valkyrjur með sigurinn. 

Farið að pússa kúlunnar því deildarkeppni hefst í næstu viku. 

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar