Íslandsmeistarar unglinga 2013

Facebook
Twitter

Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR og Andri Freyr Jónsson KFR eru Íslandsmeistarar unglinga í opnum flokki 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem þau fagna þessum titlum.

Til úrslita í opnum flokki stúlkna kepptu Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR úr 1. flokki stúlkna og Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA úr 2. flokki stúlkna. Katrín Fjóla spilaði mjög vel í úrslitunum og vann Jóhönnu í fyrsta leiknum með 200 á móti 169. Það voru því Katrín Fjóla og Hafdís Fjóla sem spiluðu til úrslita. Katrín Fjóla spilaði 212 í öðrum leiknum og 167 í þriðja leiknum , en Hafdís Pála spilaði 157 og 134 og því vann Katrín Fjóla með samtals 379 á móti 291.

Til úrslita í opnum flokki pilta kepptu þrír efstu keppendurnir úr 1. flokki pilta, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Andri Freyr Jónsson KFR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR, en þeir spiluðu einnig til úrslita í þeim flokki. Þeir spiluðu allir mjög vel og keppnin var mjög jöfn og spennandi. Andri Freyr vann Hlyn Örn í fyrsta leiknum með 221 á móti 219. Það voru því Andri Freyr og Guðmundur Ingi sem spiluðu til úrslita. Andri Freyr spilaði 256 öðrum leiknum og 187 í þriðja leiknum, en Guðmundur Ingi spilaði 167 og 275 og var nærri því að jafna muninni. Leikar fóru þannig að Andri Freyr vann með einum pinna 443 á móti 442.

Sjá úrslitaleiki mótsins

Til úrslita í opnum flokki keppa þrír meðaltalshæstu keppendur mótsins í stúlkna- og piltaflokki að lokinni forkeppninni og eru úrslitin spiluðu þannig að keppandi í 3. sæti keppir við keppanda í 2. sæti og sigurvegarinn úr þeim leik keppir einn leik við keppanda í 1. sæti þar sem spilaðir eru tveir leikir og ræður heildarskor úr þeim leikjum úrslitum.

Íslandsmeistarar unglinga 2013 í stúlknaflokki eru Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR opinn flokkur, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 1. flokkur, Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 2. flokkur, Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 3. flokkur, Elva Rós Hannesdóttir ÍR 4. flokkur.

Íslandsmeistarar unglinga 2013 í piltaflokki eru Andri Freyr Jónsson KFR opinn flokkur, Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1. flokkur, Gylfi Snær Sigurðsson ÍA 2. flokkur, Jökull Byron Magnússon KFR 3. flokkur, Jóhann Ársæll Atlason ÍA 4. flokkur og Sölvi Steinn Bjarkason ÍR 5. flokkur.

Til úrslita í 1. flokki pilta kepptu Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Andri Freyr Jónsson KFR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR.  Hlynur Örn vann Andra Freyr í fyrsta leiknum með 207 leik gegn 192 og síðan vann hann Guðmund Inga með samtals 393  gegn 370 með 159 og 234 leikjum á móti 158 og 212.

Til úrslita í 2. flokki pilta kepptu Benedikt Svavar Björnsson ÍR, Alexander Halldórsson ÍR og Gylfi Snær Sigurðsson ÍA. Gylfi Snær vann Alexander í fyrsta leiknum með 149 gegn 128 og síðan vann hann Benedikt Svavar með samtals 392  gegn 315 með 147 og 245 leikjum á móti 128 og 187.

Sjá nánar um mótið

Sjá upplýsingar um Íslandsmót unglinga og Íslandsmeistara fyrri ára

Nýjustu fréttirnar