Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Miðvikudagur, 20. Mars 2019 kl. 18:11 | JÁJ
Ásta Hlöðversdóttir með gullverðlaun á Heimsleikum Special Olympics

Ásta Hlöðversdóttir, sem keppir ásamt fleirum þessa dagana á Heimsleikum Special Olympics, gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í einstaklingskeppninni í keilu sem og að ná í bronsverðlaun í tvímenningskeppni en þar keppti hún með henni Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Ásta æfir keilu hjá Íþróttafélaginu Ösp en Öspin æfir alla þriðjudaga í Egilshöll. Fjölmargir íslenskir keppendur eru á mótinu í ár og keppa í hinum ýmsu greinum. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á Fésbókarsíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Keilusambandið óskar Ástu og Gabríellu til hamingju með verðlaunin og sendir sínar bestu kveðjur út til allra íslensku keppenda á mótinu.
Laugardagur, 16. Mars 2019 kl. 16:22 | JÁJ
Meistarakeppni ungmenna lokið

Í morgun fór fram 5. og síðasta umferð í Meistarakeppni ungmenna á tímabilinu 2018 til 2019. Alls tóku um 50 ungmenni þátt í mótaröðinni þetta tímabilið og er sem fyrr keppt í 5 flokkur pilta og stúlkna. Ungmenning hafa stöðugt verið að bæta sig á tímabilinu og eru margir efnilegir einstaklingar að taka sín fyrstu skref í keilu í þessari keppni. Best í dag spilaði Jóhann Ársæll Atlason ÍA í 2. flokki pilta 1.275 / 212,5 en best stúlkna spilaði Helga Ósk Freysdóttir KFR í 1. flokki stúlkna 1.053 / 175,5

Úrslit dagsins eru hér fyrir neðan. Vakin er athygli á að samkvæmt reglum KLÍ er ekki keppt til úrslita í 5. flokki. Lokastaða tímabilsins varð eftirfarandi:


MeiraMiðvikudagur, 13. Mars 2019 kl. 12:51 | JÁJ
Helga og Kristján Íslandsmeistarar öldunga 2019

Þau Helga Sigurðardóttir úr KFR og Kristján Þórðarson úr ÍR sigruðu á Íslandsmóti öldunga 2019 en mótinu lauk í gær í Egilshöll. Helga sigraði stöllu sína úr KFR Afturgöngum Rögnu G Magnúsdóttur í úrslitum með 3 vinningum gegn 2 og Kristján Þórðarson sigraði Björn G Sigurðsson úr KFR með 3 vinningum gegn engum.


MeiraÞriðjudagur, 12. Mars 2019 kl. 19:43 | GV
Arnar Davíð í 3.sæti

Arnar Davíð Jónsson stóð sig frábærlega á Evróputúrsmóti sem lauk í byrjun mars í Tilburg í Hollandi. Eftir frábæra frammistöðu komst hann í 4 manna úrslit þar sem hann leiddi lengst af en eftir erfiðan endi hafnaði hann að lokum í 3.sæti. Frábær árangur þar á ferð.


MeiraÞriðjudagur, 12. Mars 2019 kl. 18:55 | SÞE
4.liða bikar

Dregið var í 4.liða bikar í Keiluihöllini nú í kvöld

Spilað verður 31.mars


MeiraMiðvikudagur, 6. Mars 2019 kl. 22:05 | SÞE
Íslandsmót Öldunga 2019

Íslandsmót Öldunga 2019 verður haldið í Egilshöll 9 - 12.mars
Skráning er hér og lokar fyrir skráningu fimmtudaginn 7.mars kl 18:00

Reglugerð fyrir mótið má finna hér


MeiraFimmtudagur, 28. Febrúar 2019 kl. 20:47 | JÁJ
Kim Thorsgard Jense varaforseti stjórnar ETBF látinn

Kim Thorsgaard Jensen er lengst til vinstri á myndinniÞær fréttir voru að berast að Kim Thorsgard Jense sem verið hefur varaforseti stjórnar ETBF sé látinn en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu. Kim var mörgum íslenskum keilurum vel kunnugur og hefur komið hingað til lands m.a. á Evrópumót landsmeistara sem haldið var hér haustið 2014.

Keilusambandið sendir fjölskyldu hans, félögum og vinum úr keilunni samúðarkveðjur sínar.

Kim er hér lengst til vinstri á mynd við setningarathöfn ECC 2014 í Keiluhöllinni Egilshöll.
Miðvikudagur, 27. Febrúar 2019 kl. 10:33 | JÁJ
Guðjón Gunnarsson og Ágústa K Jónsdóttir Íslandsmeistarar einstaklinga með

Guðjón Gunnarsson og Ágústa K Jónsdóttir bæði úr ÍA urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar einstaklinga 2019 með forgjöf en mótinu lauk með undanúrslitum og úrslitum í bæði karla og kvennaflokki. Í öðru sæti í karlaflokki varð Sigurður B Bjarkason ÍR. Í öðru sæti í kvennaflokki varð Geirdís H Kristjánsdóttir ÍR og í þriðju sætunum urðu þau Svavar Þór Einarsson ÍR og Jóna Gunnarsdóttir KFR.


MeiraMánudagur, 25. Febrúar 2019 kl. 21:38 | JÁJ
Staðan á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf eftir milliriðil

Í kvöld léku 12 efstu konur og karlar í milliriðli á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf. Efstu 6 keilarar halda svo áfram á morgun inn í sjálf úrslitin en mótinu lýkur annaðkvöld. Efstu keilarar eru þessir:

Karlar


MeiraSunnudagur, 24. Febrúar 2019 kl. 19:11 | JÁJ
Svavar og Geirdís efst eftir forkeppni Íslandsmóts einstaklinga með forgjöf

Guðlaugur Valgeirsson KFR og Bergþóra Pálsdóttir ÞórUm helgina var forkeppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf leikin. Efst eftir forkeppnina eru ÍR ingarnir Svavar Þór Einarsson og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir. Efstu 12 leika í milliriðli sem hefst annaðkvöld í Keiluhöllinni Egilshöll en úrslit ráðast svo á þriðjudaginn.


MeiraLaugardagur, 23. Febrúar 2019 kl. 15:12 | JÁJ
Vegna beiðni um að endurtaka bikarleiki

Stjórn KLÍ barst erindi frá liði vegna framkvæmdar á bráðabana í 16. leiða úrslitum Bikarkeppni KLÍ 2019. Málið varðar að framkvæmd bráðabana var ekki skv. gildandi reglugerð sem samþykkt var á Ársþingi KLÍ 2018. Leikirnir fóru fram 10. desember 2018. Reglugerð á vef sambandsins á umræddum tíma var eldri útgáfa hennar.

Stjórn KLÍ harmar það að reglugerð KLÍ um Bikarkeppni liða hafi ekki verið uppfærð á vefnum. Þó má geta þess að þessi reglugerðarbreyting var fyrst lögð fram á formannafundi KLÍ fyrir Ársþing KLÍ 2018 og var breytingunni vísað til þings. Þar var hún rædd og samþykkt af fulltrúum allra aðildarfélaga KLÍ. Frétt var sett á vefinn daginn eftir þing með vísun í þinggerð þar sem þessi breyting kemur fram. Reglugerðin er því í gildi.


MeiraÞriðjudagur, 19. Febrúar 2019 kl. 10:26 | JÁJ
Afrekshópur öldunga

Keilusamband Íslands er að fara af stað með Afrekshóp öldunga til að taka þátt í HM öldunga sem fram fer í september n.k. sem og EM öldunga sem fer fram í janúar 2020.


MeiraFöstudagur, 15. Febrúar 2019 kl. 08:22 | JÁJ
Vináttuleikar í Katar

Í gær var keppt bæði í tvímenningi og liðakeppni á vináttuleikunum í Katar en þar eru ungmennalandslið Íslands með í mótinu. Hjá stúlkum sigruðu Finnar örugglega en þær  Míla Nevaleainen og Peppi Konsteri náðu 2.402. Finnar áttu líka 2. sætið með þeim Reeta Neuvonen og Piitu Viilanen sem spiluð 2.306 seríu. Okkar stúlkur Helga og Elva enduðu í 9. Sæti með 1810 og þær Sara og Hafdís í því 12. með 1743 pinna.


MeiraFimmtudagur, 14. Febrúar 2019 kl. 14:28 | JÁJ
Ungmennalandsliðið í Doha

Ungmennalandslið okkar er þessa dagana að keppa á boðsmóti í Doha Qatar en liðinu hefur verið boðin þátttaka undanfarin ár. Alls eru 4 dregnir og 4 stúlkur í liði okkar auk þjálfara, fararstjóra og aðstoðarfólks. Í gær var spiluð einstaklingskeppni og stóð Steindór Máni Björnsson úr ÍR upp úr en hann var í 12. sæti af 35 með 1.216 seríu. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR stóð sig best af stúlkunum en hún var með 952 seríu sem skilaði henni í 13. sæti. Finnsku strákarnir eru í efstu þrem sætunum en norska stúlkan Jenny Mathiesen er efst í keppninni.  


MeiraFimmtudagur, 14. Febrúar 2019 kl. 10:17 | SÞE
Aðalfundur KFR 2019

 

Aðalfundur KFR verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl 19:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

 


MeiraSunnudagur, 10. Febrúar 2019 kl. 14:24 | JÁJ
Jóhann Ársæll og Guðbjörg Íslandsmeistarar unglinga í opnum flokki

Í dag lauk keppni á Íslandsmóti unglinga 2019. Í opnum flokki sigruðu þau Jóhann Ársæll Atlason ÍA og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór. Jóhann sigraði Steindór Mána Björnsson úr ÍR í úrslitum með samtals 372 pinnum gegn 359 en Guðbjörg Harpa sigraði Elvu Rós Hannesdóttur úr ÍR með 406 pinnum gegn 360.

Efstu keilarar í hverjum flokki voru:


MeiraLaugardagur, 9. Febrúar 2019 kl. 18:20 | JÁJ
Fyrri dagurinn á Íslandsmóti unglinga

Í dag var fyrri dagurinn á Íslandsmóti unglinga en á mótinu leika keppendur í 1. og 2. flokki tvær 6 leikja seríur á meðan flokkar 3 til 5 leika tvær 4 leikja seríur. Seinni seríurnar verða leiknar á morgun.

Best í dag spilaði Steindór Máni Björnsson ÍR en hann er með 234,7 í meðaltal eftir daginn í dag. Best stúlkna lék Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR en hún er með 182,5 í meðaltal eftir daginn í dag.


MeiraFimmtudagur, 7. Febrúar 2019 kl. 11:21 | JÁJ
Konur í keilu

Í tengslum við komu PWBA kvenna á RIG 2019 bauð ÍR keiludeild upp á fyrirlestur fyrir allar konur í keilu. Megin markmið þess að bjóða upp á þennan fyrirlestur var að gefa konum í keilu kost á að hitta þær stöllur og fræðast um það hvernig atvinnukonur í keilu starfa enda ekki á hverjum degi sem þvílíka keilarar heimsækja okkar land.


MeiraMiðvikudagur, 6. Febrúar 2019 kl. 09:16 | JÁJ
Íslandsmót unglinga 2019

Um komandi helgi fer fram Íslandsmót unglinga, sjá reglugerð. Keppt er bæði á laugardag og sunnudag en seinni daginn fer fram úrslitakeppnin að lokinni forkeppninni. Þjálfarar félaganna taka á móti skráningu.


MeiraMánudagur, 4. Febrúar 2019 kl. 14:38 | JÁJ
Hlynur Örn Ómarsson ÍR sigrar keilukeppnina á RIG 2019

Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR sigraði RIG 2019 sem nú er lokið. Hlynur sigraði Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR í úrslitaviðureigninni með aðeins einum pinna 234 gegn 233 og réðust úrslitin í síðasta kasti Hlyns þegar hann náði 9 keilum og sigraði þar með keppnina með aðeins einum pinna. Í undanúrslitum mættu þeir Svíanum Mattias Möller sem leiddi forkeppnina og Jóni Inga Ragnarssyni úr Keilufélagi Reykjavíkur. Jón Ingi varð í 3. sæti en Möller hafnaði í því 4. Mattias gerði sér lítið fyrir og tók 7 – 10 glennuna í útsendingunni og má sjá það hér.

 
Efst kvenna varð Daria Pajak frá Pólandi en hún datt út í 8 manna úrslitum á móti Mattias Möller. Daria var ein þriggja atvinnu kvennkeilara sem tóku þátt á mótinu í ár. Efst íslenskra kvenna varð Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR en hún komst í 16. manna úrslitum en datt þar út fyrir Dananum Jesper Agerbo en Jesper, sem sigraði mótið í fyrra, mætti síðan Hlyni Erni í 8 manna úrslitum. Hlynur og Jesper áttust einnig við í fyrra í 4 manna úrslitum og hafði þá Jesper betur en nú var komið að Hlyni að fara alla leið.

Meira