Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Fimmtudagur, 11. Janúar 2018 kl. 09:49 | JÁJ
Bikarkeppni liða - 8 liða úrslit

Bikarmeistarar KLÍ 2017Dregið var í 8 liða úrslit Bikarkeppni KLÍ á sunnudaginn var. Leikið verður skv. dagskrá sunnudaginn 4. mars, sjá dagskrá.
Þau lið sem drógust saman að þessu sinni eru:

8 liða úrslit kvenna

  • Þór Þrumurnar gegn ÍR Buff (3.mars)
  • ÍR TT gegn KFR Afturgöngum  (4.mars)
  • KFR Valkyrjur gegn ÍR BK  (4.mars)
  • KFR Skutlurnar gegn KFR Valkyrjum Z  (4.mars)

MeiraFöstudagur, 29. Desember 2017 kl. 03:09 | ÁHE
Gleðilegt ár

Keilusamband Íslands óskar öllum keilurum sem og öðrum landsmönnum nær og fjær gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er að líða. Megi næsta ár verða okkur öllum gæfuríkt í keilu sem og öðru sem við tökum okkur fyrir hendur. 
Föstudagur, 29. Desember 2017 kl. 02:46 | ÁHE
Íþróttamaður ársins

Samtök íþróttafréttamanna völdu í kvöld Íþróttamann ársins 2017. 


MeiraFimmtudagur, 21. Desember 2017 kl. 00:02 | ÁHE
Jón Ingi og Dagný Edda keilarar ársins.

Stjórn KLÍ hefur valið keilara ársins. Keilarar ársins 2017 eru Jón Ingi Ragnarsson og Dagný Edda Þórisdóttir. 


MeiraFimmtudagur, 14. Desember 2017 kl. 12:57 | JÁJ
Arnar Davíð Jónsson KFR með enn einn 300 leikinn

Arnar Davíð Jónsson KFRÍ 16 liða bikarkeppni KLÍ sem fram fór í gær náði Arnar Davíð í KFR Lærlingum enn einum 300 leiknum. Arnar byrjaði kvöldið með látum með því að ná leiknum og fylgi 267 leikur í kjölfarið. Lærlingar unnu sína viðureign gegn  ÍA B nokkuð örugglega 3 – 0.

Aðrar viðureignir í 16 liða bikarkeppni KLÍ fóru þannig:


MeiraÞriðjudagur, 12. Desember 2017 kl. 09:22 | JÁJ
Einar Már og Hafþór verja Íslandsmeistaratitil sinn í tvímenningi

Hafþór Harðarson og Einar Már Björnsson Íslandsmeistarar í tvímenningi 2017Í gær lauk keppni á Íslandsmótinu í tvímenningi 2017. Svo fór að þeir Einar Már Björnsson og Hafþór Harðarson úr ÍR vörðu titil sinn frá í fyrra. Sigruðu þeir félagana Arnar Davíð Jónsson og Guðlaug Valgeirsson úr KFR í þrem leikjum í úrslitun með  430 pinnum gegn 369 í fyrsta leik úrslita. Í öðrum leik var spennan mikil og fór svo að þeir Einar og Hafþór höfðu sigur með 377 pinnum gegn 374. Í þriðja leiknum gáfu þeir félagar í og sigruðu örugglega með 488 pinnum gegn 392 og spilaði Einar þá 278 leik. Í þriðja sæti urðu svo þeir Arnar Sæbergsson og Andrés Páll Júlíusson úr ÍR KLS.


MeiraSunnudagur, 10. Desember 2017 kl. 23:14 | SÞE
Matthías Leó með 4 Íslandsmet

Á íslandsmóti í tvímenning í morgun setti Matthías Leó Sigurðsson ÍA 4 íslandsmet í hæstu leikjaröð unglinga, 5.flokk pilta 10ára og yngri.

 


MeiraSunnudagur, 10. Desember 2017 kl. 21:43 | SÞE
Hlynur Örn með 300 leik

 Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR náði fullkomnum leik eða 300 pinnum í Pepsí keilunni í kvöld og jafnar þar með Íslandsmet í einum leik.


MeiraMánudagur, 4. Desember 2017 kl. 13:40 | JÁJ
Meistarakeppni ungmenna 3. umferð

Á laugardaginn fór fram 3. umferð í Meistarakeppni ungmenna. Alls voru 53 ungmenni sem tóku þátt í þessari umferð og mun það vera fjölmennasta mótið sem haldið hefur verið. Glæsilegir krakkar hér á ferð.

Að venju hófu eldri iðkendur leikinn um morguninn og spiluðu 6 leiki. Best allra spiluðu Alexander Halldórsson í 1. fl. pilta en hann var með 1.130 pinna eða 188,3 í meðaltal og Helga Ósk Freysdóttir KFR í 2. fl. stúlkna en hún náði 1.033 eða 172,2 í meðaltal.


MeiraMánudagur, 4. Desember 2017 kl. 09:04 | JÁJ
HM í Las Vegas lokið

Um helgina lauk okkar fólk keppni á HM í Las Vegas í Bandaríkjunum. Eins og fram hefur komið voru bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fyrsta sinn saman á mótinu.  Á HM landsliða í keilu er keppt í nokkrum keppnum. Einstaklingkeppni, tvímenningi, þrímenningi og liðakeppni fimm manna liða. Einnig fara 24 meðaltalshæstu leikmenn áfram í svokallaða Masterskeppni og er sigurvegarinn þar krýndur Heimsmeistari einstaklinga. Sú keppni fer fram í dag 4. desember. Jón ingi Ragnarsson úr KFR verð efstur íslensku karlanna samanlagt með 200,33 í meðaltal og Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR efst kvenna í 138. sæti með 174,5 í meðaltal.


MeiraLaugardagur, 2. Desember 2017 kl. 15:07 | JÁJ
Frá HM í Las Vegas - Liðakeppnin, fyrri dagur

Í gær var fyrri dagur keppni í fimm manna liðum á HM. Fimm manna liða keppnin er talsverð þolraun, spilamennska er hæg, talsverður biðtími á milli skota og brautirnar breytast hratt. Okkar fólk spilaði ágætlega í dag.

Karlaliðið byrjaði vel og spilaði 958 í fyrsta leik þar sem Jón Ingi og Skúli Freyr fóru fyrir liðinu, Jón með 241 og Skúli með 244. Síðan tók að halla undan fæti og urðu næstu leikir 871 og 921. Liðið er því í 30. sæti eftir fyrri daginn með 183,33 í meðaltal sem er aðeins fyrir neðan markmið og væntingar. Það var Skúli Freyr Sigurðsson sem spilaði best strákana í dag eða 621 sem gera 207 í meðaltal.

 

MeiraFöstudagur, 1. Desember 2017 kl. 08:37 | JÁJ
Frá HM í keilu – Dagur 6, þrímenningur klárast

Lið Ísland 1 í þrímenningi kvenna: Dagný Edda, Katrín Fjóla og Linda HrönnÞrímenningskeppni HM hélt áfram í gær í Las Vegas á Heimsmeistaramótinu í keilu.
Leiknir voru seinni þrír leikirnir í karla- og kvennaflokki og gekk upp og ofan hjá okkar fólki.

Í kvennaflokki léku saman:

Ísland  1
Katrín Fjóla Bragadóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Dagný Edda Þórisdóttir

Ísland 2
Guðný Gunnarsdóttir
Bergþóra Rós Ólafsdóttir
Hafdís Pála Jónasdóttir


MeiraFimmtudagur, 30. Nóvember 2017 kl. 08:26 | JÁJ
Frá HM í Las Vegas - Þrímenningskeppnin

Linda Hrönn MagnúsdóttirÍ gær hófst keppni í þrímenning og var leikið bæði í karla- og kvennaflokki. Leiknir voru þrír leikir og voru 56 þrímenningar í kvennaflokki og 69 í karlaflokki.

Í kvennaflokki léku saman:

Ísland  1
Katrín Fjóla Bragadóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Dagný Edda Þórisdóttir

Ísland 2
Guðný Gunnarsdóttir
Bergþóra Rós Ólafsdóttir
Hafdís Pála Jónasdóttir


MeiraMiðvikudagur, 29. Nóvember 2017 kl. 08:26 | JÁJ
HM í keilu – Tvímenningur kvenna

Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla BragadóttirKeppni hélt áfram á HM í keilu í gær. Keppt var í tvímenning kvenna og voru 85 tvímenningar skráðir til þátttöku. Stelpunum okkar gekk ekki nógu vel en bestum árangri okkar tvímenninga náðu Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en þær spiluðu 1.970 sem gera 164,17 í meðaltal en það skilaði þeim 80. sæti.


MeiraÞriðjudagur, 28. Nóvember 2017 kl. 08:44 | JÁJ
Dagur 3 á HM - Tvímenningur karla

Í gær, mánudaginn 27. nóvember, var leikið í tvímenning karla á HM í keilu í Las Vegas. Alls tóku 108 tvímenningar þátt í þeirri keppni.

Það voru Gunnar Þór Ásgeirsson og Hafþór Harðarson sem náðu bestum árangri íslensku tvímenninganna en þeir enduðu í 58. sæti með 2.311 stig sem gera 192.58 í meðaltal.
Hafþór hélt áfram að spila vel og náði 1.210 pinnum eftir 6 leiki tvímenningsins og situr í 36. sæti í heildarkeppninni eftir einstaklings- og tvímenningskeppnina.


MeiraMánudagur, 27. Nóvember 2017 kl. 08:15 | JÁJ
Karlarnir hefja keppni á HM

Í gær hófst keppni í karlaflokki á HM í Las Vegas.  Keppt var í einstaklingskeppni karla. Til leiks voru skráðir 213 keppendur.

Strákunum okkar voru flestir smá stund að finna taktinn í dag í þeim erfiðu aðstæðum sem eru í mótinu.  Hafþór Harðarson spilaði best af Íslendingunum í dag. Hann spilaði 1247 sem gera 207,83 í meðaltal.  Þetta setur Hafþór í 26. sæti og í frábæra aðstöðu upp á framhaldið.  Þegar leikið hefur verið í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og fimm manna liðum komast 24 efstu keilararnir í svokölluð Master úrslit og því er stað Hafþórs gagnvart þeim úrslitum góð eftir spilamennsku dagsins.


MeiraSunnudagur, 26. Nóvember 2017 kl. 14:09 | JÁJ
Fyrsti dagurinn á HM 2017

Dagný Edda Þórisdóttir KFRHeimsmeistaramótið í keilu byrjaði í Las Vegas í gær þegar einstaklingskeppni kvenna hófst.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir bæði karla og kvennalið saman á Heimsmeistaramót, en 6 konur og 6 karlar skipa liðið. Keppt er í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og 5 manna liða. Alls er 46 þjóðir sem taka þátt í mótin og eru 176 keppendur í kvennaflokki. Nær allir sterkustu keppendur heims taka þátt í mótinu. 


MeiraMiðvikudagur, 22. Nóvember 2017 kl. 12:24 | JÁJ
Landsliðin í keilu keppa á HM

A landslið karla og kvenna í keilu keppa á Heimsmeistaramóti landsliða í keilu en mótið fer fram í Las Vegas dagana 24. nóvember til 4. desember. Er þetta í fyrsta sinn sem bæði karla- og kvennalið Íslands keppa á sama tíma á HM í keilu. Kvennaliðið tryggði sér þátttöku á mótinu með ágætum árangri á EM í Vín 2016 en þar náðu þær 13. sæti í liðakeppninni sem gaf þátttökurétt á mótinu. Karlaliðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sitt sæti á EM 2016 en þar sem tvær Evrópuþjóðir gáfu ekki kost á sér á HM var íslenska liðinu boðið sæti í þeirra stað.

Alls keppa 42 þjóðir á HM í ár þar af 213 karlar og 176 konur. Keppnin á mótinu fer þannig fram að keppt er í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi, liðakeppni 5 manna liða og svo er svokölluð All Events keppni þar sem meðaltalshæstu karl- og kvennkeilarar mótsins keppa sín á milli.


MeiraMiðvikudagur, 22. Nóvember 2017 kl. 12:14 | SÞE
Íslandsmót í tvímenning 2017

 

Íslandsmót í Tvímenning 2017 verður haldið 10 - 11des 


MeiraSunnudagur, 19. Nóvember 2017 kl. 23:18 | JÁJ
Daníel Ingi með 300 leik

Daníel Ingi Gottskálksson úr ÍR náði fullkomnum leik eða 300 pinnum í Pepsí keilunni í kvöld og jafnar þar með Íslandsmet í einum leik. Er þetta fyrsti 300 leikurinn hjá Daníel en hann náði leiknum strax í fyrsta leik kvöldsins. Daníel er 24. Íslendingurinn til að ná fullkomnum leik í keilu. Daníel kemur upp úr unglingastarfi ÍR og er það mikið ánægjuefni að sjá einstakling sem kemur upp úr unglingastarfi félags ná þessum áfanga. Mjög öflugt ungmennastarf er rekið hjá keilufélögunum og margir efnilegir keilarar að koma úr öllum félögum innan Keilusambandsins. Framtíðin er því bara ágætlega björt. Við óskum kappanum til hamingju með áfangann.

Daníel er lengst til hægri á myndinni sem fylgir fréttinni.