Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Mánudagur, 18. Júní 2018 kl. 08:15 | JÁJ
EM kvenna 2018 lokið

A landslið kvenna á EM 2018EM kvenna 2018 lauk um helgina en keppt var í Brussel, Belgíu. Okkar konur áttu bæði góða og slæma daga en í liðakeppninni enduðu okkar konur í 15. sæti af 20. Best í liðakeppninni var Magna Ýr með 1.159 seríu en svo komu Bergþóra með 1.098, Ástrós með 1.077, Katrín Fjóla með 1.000 slétt og loks Linda með 959. Nanna Hólm lék þessa 6 leiki á 956 pinnum. Í samanlögðu varð  Magna efst íslensku kvennanan í 51. sæti af 132 með 189.7 í meðaltal. Ástrós í 77. sæti með 182,2, Bergþóra í 79. sæti með 181,5, Katrín í 93. með 177,5, Linda í 115. sæti með 168.6 og loks Nanna Hólm í 117. sæti með 167,2.
Fimmtudagur, 14. Júní 2018 kl. 08:22 | JÁJ
EM kvenna - Þremenningskeppnin

Lið Íslands 1 - Ástrós, Katrín og MagnaÍ gær lauk þremenningskeppninni á EM. Bæði okkar lið áttu góða spretti og kláraði Ísland 1 í 19. sæti. Magna Ýr spilaði best okkar kvenna 1.203 í seríu, Katrín Fjóla 1.156 og  Ástrós með 1.016.

Ísland 2 kláraði í 30. sæti en þá var Bergþóra í miklu stuði og spilaði 1.135 í seríu en hún spilaði seinni þrjá leikina á 622 seríu. Linda var með 1.015 en hún átti góðan dag í seinni leikjunum en þar spilaði hún 563 í seríu. Nanna með 1.012 hún spilað  betur fyrri daginn en þar spilaði hún 538 seríu.


MeiraMánudagur, 11. Júní 2018 kl. 15:44 | JÁJ
Frá EM kvenna - Tvímenningskeppnin

Ástrós og Magna á EM kvenna 2018Í dag lauk keppni í tvímenningi á EM kvenna í Brussel. Í dag spiluðu Ástrós Pétursdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir í síðasta riðli tvímenningsins. Byrjuðu þær ágætlega en áttu sitthvorn leikinn sem dróg þær aðeins niður. Enduðu þær með 187,4 í meðaltal og í 31. sæti en í gær spiluðu Nanna Hólm og Bergþóra en þær enduðu í 49. sæti og loks Linda Hrönnog Katrín Fjóla sem enduðu í 53. sæti. Tvímenningskeppnina unnu sænsku stelpurnar Isabelle Hultin og Nina Flack sem skipuðu lið Svíþjóð 2 en þær unnu Svíþjóð 1 með aðeins þrem pinnum 390 gegn 387. Svíar voru einnig með þriðja liðið sitt í undanúrslitum og lið Frakkland 3 ver fjórða liðið í undanúrslitum. Svíar sannarlega sterkir á mótinu í ár.


MeiraSunnudagur, 10. Júní 2018 kl. 22:52 | JÁJ
Frá EM kvenna - Einstaklingskeppnin

Ástrós PétursdóttirEinstaklingskeppnin á EM kvenna í Brussel lauk í gær. Evrópumeistari er Casja Wegner frá Svíþjóð. Íslensku stelpurnar voru aðeins að finna sig á brautunum en það var frekar mikið fyrir því haft. Best spilaði Ástrós Pétursdóttir en hún spilaði leikina 6 með 1.120 pinnum 186,7 í meðaltal og endaði í 64. sæti. Í dag var svo byrjað að keppa í tvímenningskeppninni en þær Nanna Hólm og Bergþóra Rós hófu leik og kláruðu sína leiki á 2.114 eða 176,2 í meðaltal. Linda Hrönn og Katrín Fjóla tóku svo við en þær spiluðu 2.074 eða 172,8. Ástrós og Magna leika svo í síðasta riðlinum í tvímenningi á morgun mánudaginn. Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins á vef þess.
Föstudagur, 8. Júní 2018 kl. 08:07 | JÁJ
Frá EM kvenna 2018

Landsliðshópur kvenna á EM 2018Í dag föstudaginn 8. jíni hefst keppni á EM kvenna í Brussel með einstaklingskeppni. Fyrst byrja þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir báðar úr ÍR en þær hófu leik kl. 7 að íslenskum tíma eða kl. 9 að staðartíma. Eftir hádegi kl 13:45  á staðartíma spila síðan Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Ástrós Pétursdóttir. Á Laugardaginn kl 10:00 hér kl 08:00 heima spila síðan þær Katrín Fjóla Bragadóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Æfingarnar í gær gengu vel hjá stelpunum og voru þær nokkuð sáttar við daginn og segjast tilbúnar í slaginn. Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.
Þriðjudagur, 5. Júní 2018 kl. 20:09 | TÓL
Kvennalandsliðið á EWC 2018

A landslið kvenna keppir á EM 2018Kvennalandsliðið er á förum til Brussels til að taka þátt í Evrópumóti kvenna daganna 6. - 17. júní.

Liðið skipa. Ástrós Pétursdóttir, Bergþóra Rós Ólafsdóttir,  Katrín Fjóla Bragadóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir.

þjálfarar og farastjórar eru Theódóra Ólafsdóttir og Skúli Freyr Sigurðsson.

heimasíða mótsinns er www.ewc2018.be hér
Mánudagur, 28. Maí 2018 kl. 20:48 | JÁJ
Ný stjórn Keilusambandsins

Merki KEilusambands ÍslandsÁ 25. ársþingi Keilusambandsins sem fram fór í ÍR heimilinu sunnudaginn 17. maí var kjörinn nýr formaður sambandsins sem og tveir stjórnarmenn auk varamanna. Jóhann Ágúst Jóhannsson úr ÍR var einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn. Í stjórn voru einnig kjörnir tveir aðalmenn en skv. lögum sitja tveir stjórnarmenn í tvö ár í senn. Hafþór Harðarson úr ÍR sem setið hefur s.l. tvö ár gaf kost á sér áfram og Ingi G Sveinsson úr ÍA gaf einnig kost á sér sem aðalmaður. Voru þeir því sjálfkjörnir. 5 buðu sig fram sem varamenn og varð því að kjósa um þær þrjár stöður. Fór svo að Stefán Claessen úr ÍR er 1. varamaður, Björn Kristinsson úr KR er 2. varamaður og Einar Jóel Ingólfsson úr ÍA er 3. varamaður.


MeiraMiðvikudagur, 23. Maí 2018 kl. 00:55 | SÞE
Meistaramót ÍR 2018

Laugardaginn 19.maí fór fram meistaramót ÍR í keilu en það er lokamót deildarinnar tímabilið 2017 - 2018
Keppt er í 3flokkum. karla-, kvenna- og forgjafar flokki
Í ár voru það 24 einstaklingar sem að tóku þátt í mótinu. Efstu 4 í hverjum flokk spiluðu svo um verðlauna sæti
Spennan var mikil og voru ekki nema 4 pinnar sem voru að skilja að 4-5 sæti í forgjafarmótinu. 
 


MeiraÞriðjudagur, 22. Maí 2018 kl. 18:00 | SÞE
Umspil um sæti í 2.deild karla

Mánudagskvöldið 28.maí kl 19:00 verður fyrsti umspilsleikur um laust sæti í 2.deild karla.
Það eru ÍR T og ÍA W sem spila um laust sæti.
ÍR T hefur valið  Gateway Arch - 42 fet sem heima burð

Seinni leikurinn fer svo fram á Akranesi þriðjudaginn 29.maí kl 19:00
ÍA W hefur valið  Gateway Arch - 42 fet sem heima burð
Fimmtudagur, 17. Maí 2018 kl. 07:49 | ÁHE
KFR-Valkyrjur og ÍR-PLS Íslandsmeistarar liða.

Úrslitin í efstu deildum karla og kvenna lauk í gærkvöldi í Keiluhöllinni í Egilshöll. Til úrslita í efstu deild kvenna léku KFR-Valkyrjur og ÍR-TT en í efstu deild karla ÍR-KLS og ÍR-PLS. 


MeiraSunnudagur, 13. Maí 2018 kl. 16:17 | JÁJ
Arnar Davíð Jónsson KFR sigrar forkeppni AMF

Nú í dag lauk íslensku forkeppninni fyrir Qubica AMF World Cup 2018 sem haldið er af keiludeild ÍR. Arnar Davíð Jónsson úr KFR sigraði keppnina í ár og vann sér því þátttökurétt á 54. Qubica AMF World Cup sem fram fer í Las Vegas 4. til 11. nóvember n.k. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð stigahæst kvenna á mótinu og hlýtur því einnig þátttökurétt á þessu móti en Qubica AMF World Cup er fjölmennasta einstaklingsmót m.v. fjölda þátttökuþjóða.

Keppnin í morgun hófst á 8 manna Round Robin keppni þar sem 8 stigahæstu keilararnir eftir forkeppnirnar þrjár kepptu sín á milli. Arnar Davíð tók fljótt forystuna í efsta sætinu en aðrir skiptust á sætum allt fram í síðasta leik. Þá lék Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR 299 og kom sér úr 7. og neðsta sætinu í það 2. Eftir undanúrslitin var staðan þessi:


MeiraFöstudagur, 11. Maí 2018 kl. 23:44 | SÞE
Framlenging á skráningu


Vegna óvissu um aðstöðumál hjá Þór á Akureyrir hefur mótanefnd samþykkt að veita þeim frest
á að skrá eldri lið til 15.júní
Ónnur lið þurfa að skila inn fyrir 15.maí. 
Rafræna skráningu má finna hér 
Föstudagur, 11. Maí 2018 kl. 10:18 | SÞE
Skráningarfrestur í deildir

 

Þriðjudaginn 15. maí, er síðasti dagur fyrir eldri lið til að skrá lið til keppni á komandi keppnistímabili 2018 -19

Ný lið í neðstu deild karla og kvenna hafa til 31. júlí til að skrá lið til keppni.

 

Rafræna skráningu má finna hér
Þriðjudagur, 8. Maí 2018 kl. 22:33 | SÞE
Íslandsmóti liða 2018

Í kvöld lauk undanúrslitum á Íslandsmóti liða með seinni umferðinni.
Þar áttust við Deildarmeistarar 2018 KFR Lærlingar og ÍR KLS annarsvegar
en KLS menn þurftu aðeins 3,5 stig úr viðureign kvöldsins til að komast áfram því þeir unnu 11 – 3 í gær.
Lærlingar byrjuðu kröftuglega og spilaði Arnar Davíð Jónsson fullkominn leik í 1. leik kvöldsins eða 300.
Það kom þó ekki að sök og náðu KLS menn að snúa taflinu við í 2.leik kvöldsins og sigldu þessu svo í höfn í lokaleiknum.

 


MeiraÞriðjudagur, 8. Maí 2018 kl. 19:01 | SÞE
ÍR SK í 1.deild

ÍR SK trygði sér sæti í 1.deild með því að vinna KFR Valkyrjur Z í kvöld með  16  -  2 sigri

ÍR SK vann fyrri viðureignina 12 - 2 


MeiraMánudagur, 7. Maí 2018 kl. 22:43 | SÞE
Íslandsmót Liða undanúrslit

 

Í kvöld var spilað í undanúrslitum karla liða og umspils leikur í kvenna um sæti í 1.deild

Seinni leikirnir verða svo spilaðir á morgun þriðjudag 8.maí 


MeiraSunnudagur, 6. Maí 2018 kl. 22:44 | SÞE
Íslandsmót Liða

Mánudaginn 6 og þriðjudaginn 7.maí fara fram undanúrslit karla í íslandsmóti liða
og umspilsleikur kvenna um sæti í 1.deild


MeiraSunnudagur, 6. Maí 2018 kl. 15:51 | JÁJ
Lokaumferðir á Íslandsmóti liða – 300 leikur hjá Einari Má

Einar Már Björnsson ÍR náði sínum fyrsta 300 leik í lokaumferðinniÍ gær fóru fram lokaumferðirnar á Íslandsmóti liða í keilu. Keppt var í öllum deildum og réðust úrslit í mörgum þeirra um hvaða lið fóru upp um deild, féllu eða komust í úrslitakeppnir sem Framundan eru. Einar Már Björnsson í ÍR PLS náði sínum fyrsta fullkomna leik í gær eða 300 pinnum en leikurinn kom í 2. leik þeirra á móti ÍR KLS. Einar spilaði 782 seríu eða 260,1 í meðaltal en hann átti fyrir 783 seríu sem varð sú hæsta í 1. deildinni á liðnu tímabili. Einar varð því með hæsta leik tímabilsins og seríu en Arnar Davíð Jónsson í KFR Lærlingum var meðaltals hæsti leikmaðurinn í vetur með 222,0 í meðaltal. KFR Lærlingar urðu í efsta sæti að lokinni deildarkeppni og því Deildarmeistarar KLÍ 2018.


MeiraSunnudagur, 6. Maí 2018 kl. 15:47 | JÁJ
ÍR KLS eru Íslandsmeistarar í tvímenningi deildarliða

ÍR KLS eru Íslandsmeistarar í tvímenningi deildarliða 2018Í liðinni viku fóru fram úrslit á Íslandsmóti í tvímenningi deildarliða. ÍR KLS sigraði úrslitakeppnina en lið KFR Grænu töffaranna varð í 2. sæti og lið ÍR Fagmenn í því þriðja. Úrslitakeppnin fer þannig fram að tvö efstu lið úr hverjum riðli, alls 6 lið í ár, leika til úrslita en áður hafa liðin leikið innbyrðis í 5. umferðum, sjá nánar.

 
Föstudagur, 4. Maí 2018 kl. 15:51 | SÞE
Breytt tímasetning á 1.riðil AMF

Ath breytt tímasettning á 1.riðli í AMF 3umferð

Færist til fimmtudagsins 10.maí kl 09:00

 Skráning í 1.riðil