Mót
Fréttir
  Fréttabréf KLÍ
  Fréttasafn

Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Fréttir

Mánudagur, 21. Janúar 2019 kl. 11:28 | JÁJ
Nýjar reglur um keilukúlur

Í ljósi breytinga á reglugerð frá USBC (Keiluþing Bandaríkjanna) varðandi hliðar- og topp vigt á keilukúlum sem notaðar eru í keppni tók stjórn Keilusambands Íslands ákvörðun um að innleiða þessa reglugerð með svokölluðu aðlögunartímabili líkt og er verið að gera víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.

 Til að útskýra nákvæmlega hverju er verið að breyta hljóðar reglan (eins og hún var) þannig að keilukúla má ekki vera með meira en 3oz (únsur) í toppvigt og 1oz (únsu) í hliðar/fingur/þumalvigt. Einungis má setja eitt hliðargat/aukagat (balance hole) í kúluna.

 Nýja reglan gerir breytingar á gömlu reglunni þannig að:


MeiraMánudagur, 21. Janúar 2019 kl. 10:20 | JÁJ
Matthías Leó með Íslandsmet í 4. flokki pilta

Í gær setti Matthías Leó Sigurðsson úr ÍA enn eitt Íslandsmet nú í 4 leikjum í 4. flokki pilta þegar hann spilaði 761 í Pepsí keilunni. Það er 190,25 í meðaltal. Matthías heldur áfram að raða inn metum en þann 12. janúar s.l. bætti hann metið í 3 leikjum.
Laugardagur, 19. Janúar 2019 kl. 02:20 | SÞE
Bikarkeppni liða 8.liða

 

Dregið var í 8.liða bikar upp á Akranesi 11.desember 2018

Leikdagar fyrir 8.liða úrslit eru í byrjun Mars


MeiraMiðvikudagur, 16. Janúar 2019 kl. 17:23 | SÞE
Íslandsmót Einstaklinga 2019 með forgjöf

Íslandsmót einstaklinga 2019 með forgjöf verður haldið dagana 23. til 26. Febrúar í Keiluhöllinni Egilshöll.

Skráning hér
Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 21.febrúar kl 18:00
Olíuburður í mótinu er: SUNSET STRIP 40fet


MeiraÞriðjudagur, 15. Janúar 2019 kl. 23:11 | SÞE
Breyting á dagskrá KLÍ í febrúar

Breyting er á dagskrá klí í febrúar

Deild sem að var skráð með leiki 25.febrúar færist fram um eina viku og er spilað 18.febrúar

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf sem átti að vera 18,19 og 23 og 24 febrúar hefur verið fært til 23 - 26.febrúar
Skráningar síða fyrir íslandsmótið er hér
Laugardagur, 12. Janúar 2019 kl. 17:34 | GV
Arnar áfram í Ballmaster Open

Þessa dagana fer fram eitt stærsta og elsta mótið á Evróputúrnum í keilu en það er Brunswick Ballmaster Open sem fer fram í Helsinki í Finnlandi. Við Íslendingar eigum 2 þáttakendur þar í ár en það eru þeir Magnús Sigurjón Guðmundsson og Arnar Davíð Jónsson. Magnús komst því miður ekki áfram en forkeppninni var að ljúka en hann spilaði best 1273 og var um það bil 130 pinnum frá niðurskurðinum. Arnari gekk þó aðeins betur en hann endaði í 6.sæti eftir forkeppnina og fer beint áfram í úrslitaskref 2 en efstu 12 sleppa við úrslitaskref 1.


MeiraLaugardagur, 12. Janúar 2019 kl. 15:39 | JÁJ
Meistarakeppni ungmenna 4. umferð – Matthías Leó með Íslandsmet

Í morgun var leikið í 4. umferð Meistarakeppni ungmenna. Matthías Leó Sigurðsson ÍA setti Íslandsmet í 1 leik 4. flokki pilta þegar hann lék 238 og svo einnig met í þrem leikjum 579 eða 193 í meðaltal. Best í dag spilaði Steindór Máni Björnsson úr ÍR í 2. flokki pilta en hann spilaði 1.273 eða 212,2 í meðaltal. Önnur úrslit dagsins urðu:


MeiraFimmtudagur, 10. Janúar 2019 kl. 10:23 | JÁJ
RIG 2019 – Stærsta mótið frá upphafi

Danielle McEwanDagana 26. janúar til 3. febrúar fara Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir í keilu fram. Í ár verður mótið með veglegri hætti og óhætt að segja að það stefni í að þetta verði stærsta mót frá upphafi. Alls koma 21 erlendir keppendur til landsins til að taka þátt í mótinu þar af þrjár PWBA konur og verður fyrirlestur í boði í tengslum við komu þeirra hingað til lands.

Erlendir gestir - Innrásin frá Danmörku


MeiraMiðvikudagur, 9. Janúar 2019 kl. 14:45 | GV
Góður árangur í Svíþjóð

Um nýliðna helgi kláraðist fyrsta Evróputúrsmótið á árinu 2019 en það fór fram í Bowl-o-Rama salnum í Stokkhólmi. Þar áttum við Íslendingar 4 keppendur en þeir Jón Ingi Ragnarsson, Arnar Davíð Jónsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson voru allir með að þessu sinni. Þar náðu þeir Arnar og Jón Ingi að fara áfram en Arnar endaði 12.sæti eftir forkeppnina en Jón Ingi endaði í 35.sæti. Magnús og Guðmundur komust því miður ekki áfram en það var hörkusamkeppni í mótinu en þáttakendur voru 396.


MeiraFöstudagur, 28. Desember 2018 kl. 08:19 | JÁJ
Tveir 300 leikir í jólamóti KFR

Skúli Freyr Sigurðsson KFRÁ annan dag jóla var hið árlega jólamót KFR haldið í Egilshöll. Tveir 300 leikir litu dagsins ljós í mótinu. Skúli Freyr Sigurðsson KFR náði sínum fyrsta 300 leik á ferlinum en leikurinn kom í 3 og síðasta leik mótsins hjá Skúla. Gústaf Smári Björnsson KFR byrjaði mótið með látum og spilaði sinn þriðja 300 leiká ferlinum og lagði þar með upp fyrir sigur sinn í stjórnuflokki mótsins með 736 seríu. Alls voru 4 keilarar sem fóru yfir 700 í mótinu og 10 aðrir náðu meir en 600 í leikjunum þremur. Úrslit urðu annars þessi:


MeiraFöstudagur, 21. Desember 2018 kl. 15:46 | JÁJ
Jóla og áramótakveðja KLÍ

Keilusamband Íslands óskar keilurum, fjölskyldum þeirra, samstarfs- og styrktaraðilum sínum gleðilegrja jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samveru og samstarf á árinu sem senn líður og sérstaklega öllum þeim sem lagt hafa til vinnu fyrir Keilusambandið. Ágætur árangur hefur náðst hjá keilurum á árinu 2018 og er það von allra að komandi ár verði okkur gæfuríkt. Eitt af verkefnum næsta árs verður Norðurlandamót ungmenna sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll í nóvember. Auk þess fer kvennalandsliðið á HM, karlalandsliðið fer á EM og fleiri verkefni eru framundan hjá afrekshópum KLÍ og öðrum.

Við vekjum athygli á að aðildarfélög okkar verða með sína dagskrá á vorönn strax í janúar en hér má nálgast hvaða aðildarfélög eru innan KLÍ.

Gleðilega hátíð. 
Sunnudagur, 16. Desember 2018 kl. 13:41 | JÁJ
1. umferð forkeppni Qubica AMF 2019 lokið

Í morgun lauk 1. umferð í forkeppni Qubica AMF World Cup 2019 með 4. og síðasta riðli. Lokastaða umferðarinnar er sú að Alexander Halldósson ÍR var með bestu seríu umferðarinnar 1.373 eða 228,8 í meðaltal. Gústaf Smári Björnsson KFR náði 2. bestu seríu umferðarinnar í dag með 1.361 eða 226,8 í meðaltal og loks varð Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR með 3. bestu seríuna 1.317 eða 219,0 í meðaltal.


MeiraLaugardagur, 15. Desember 2018 kl. 19:57 | JÁJ
Fjölmennt á Jólamóti ÍR – Fjóla Dís Helgadóttir með Íslandsmet, aftur

Fjóla Dís Helgadóttir KFRÍ morgun var Jólamót ÍR og Toppveitinga haldið í Egilshöll. Mikil þátttaka var í mótinu og alls kepptu 50 keilarar í mótinu en mótið er flokkaskipt. Fjóla Dís Helgadóttir úr KFR gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í 5. flokki stúlkna, 10 ára og yngri. Spilaði hún 181 og sló met sem sett var af Ingibjörgu Evu Þórisdóttur KFR 16. desember 1995 í Artic Bowl og hefði því fagnað 23 ára afmæli á morgun. Ekki nóg með það heldur bætti Fjóla Dís sitt eigið met í 2 leikjum 224 og 3 leikjum 456 sem hún setti í byrjun þessa mánaðar. Fólk ætti að setja þetta nafn á minnið.


MeiraFimmtudagur, 13. Desember 2018 kl. 13:32 | JÁJ
Arnar Davíð Jónsson og Ástrós Pétursdóttir keilarar ársins

Stjórn Keilusambandsins hefur valið þau Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur og Ástrós Pétursdóttir úr ÍR keilara ársins 2018.


MeiraLaugardagur, 8. Desember 2018 kl. 17:30 | JÁJ
Magnús Sigurjón Guðmundsson með 300 leik

Magnús S GuðmundssonÍ dag spilaði Skagamaðurinn Magnús Sigurjón Guðmundsson sinn fyrsta fullkoma leik í keilu en Magnús keppir með sænska liðinu Team Clan BK F. Magnús náði þessum leik í öðrum leik í deildarkeppninni í Svíþjóð en lið hans var þá að keppa við Team Gamleby BC í suðurdeildinni. Leikur þessara liða fór annars 10 - 10. Við óskum Magnúsi til hamingju með áfangann.
Fimmtudagur, 6. Desember 2018 kl. 10:29 | SÞE
Jólamót ÍR 2018

Jólamót ÍR 2018

Verður haldið í keiluhöllinni laugardaginn 15.des kl 10:00
Upphitun hefst kl 09:50 og þurfa allir að vera klárir á brautum kl 09.45

Eftir mót verður haldin fellukeppni þar sem að í verðlaun eru 5000kr auk áritaðs bols frá Tommy Jones sigurvegara úr weber cup, 

Skráning


MeiraÞriðjudagur, 4. Desember 2018 kl. 13:06 | JÁJ
23 ára Íslandsmet slegin

Á sunnudaginn var á Íslandsmóti unglingaliða sló Fjóla Dís Helgadóttir úr KFR 23 ára gömul Íslandsmet í tveimur og þremur leikjum 5. flokki stúlkna. Gömlu metin voru sett í Keilubæ í Keflavík í nóvember 1995. Fjóla Dís spilaði 301 og 432 um helgina og óskum við henni til hamingju með metin. Það er greinilegt að æskan blómstrar hjá okkur í keilunni þessi misserin en fjölmörg gömul met hafa undanfarið verið slegin út.

Fjóla Dis er til hægri á myndinni.
Laugardagur, 1. Desember 2018 kl. 22:07 | JÁJ
Meistarakeppni ungmenna 3. umferð

Í dag var leikið í 3. umferð Meistarakeppni ungmenna. Ágætis þátttaka var í mótinu í dag og gekk krökkunum vel á brautunum. Best í dag spilaði Jóhann Ársæll Atlason ÍA en hann er í 2. flokki pilta. Spilaði hann  1.279 í sínum 6 leikjum eða 213,2 í meðaltal. Best stúlkna spilaði Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍR í 1. flokki en hún lék sína 6 leiki með 1.092 eða 182,0 í meðaltal.

 

 

 

 

 

 


MeiraFöstudagur, 30. Nóvember 2018 kl. 11:52 | JÁJ
Keilusamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Gengið hefur verið frá samningi Keilusambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.

 

„Það að fá svona styrk frá ÍSÍ er okkur ómetanlegt. Án hans værum við ekki að taka skref fram á við. Með þessum styrk getum við hlúð enn betur að afreksstarfi og afreksfólkinu okkar. Við sjáum fram á að geta undirbúið landsliðin okkar mun betur með fræðslu fyrirlestrum og hæfileika mótunar dögum fyrir okkar yngri keppendur.“ – Theódóra Ólafsdóttir Íþróttastjóri KLÍ

 


MeiraMánudagur, 26. Nóvember 2018 kl. 09:53 | JÁJ
Siðareglur ÍSÍ

ÍSÍ hefur endurskoðað siðareglur sínar sem eiga við alla aðila innan ÍSÍ og sambandsaðila þ.e. sérsambönd eins og KLÍ, héraðssambönd/íþróttabandalög og öllu því starfi og viðburðum sem skipulagðir eru af íþróttahreyfingunni. KLÍ skorar á alla sína aðila að kynna sér vel þessar reglur og tileinka sér í starfi sínu fyrir keiluna. Hver og einn keilari getur lagt sitt af mörkum til að efla starf keilunnar. Sjá má samþykktar siðareglur ÍSÍ hér.