Vináttuleikar í Katar

Facebook
Twitter

Í gær var keppt bæði í tvímenningi og liðakeppni á vináttuleikunum í Katar en þar eru ungmennalandslið Íslands með í mótinu. Hjá stúlkum sigruðu Finnar örugglega en þær  Míla Nevaleainen og Peppi Konsteri náðu 2.402. Finnar áttu líka 2. sætið með þeim Reeta Neuvonen og Piitu Viilanen sem spiluð 2.306 seríu. Okkar stúlkur Helga og Elva enduðu í 9. Sæti með 1810 og þær Sara og Hafdís í því 12. með 1743 pinna.

Hjá piltunum þá sigruðu Finnar einnig þeir Onni Riikonen og Otso Kahila spiluðu frábærlega 2945 pinna. Í öðru sæti voru Noregur Eririk Bjornstad Skoglund og Verle Vållbekken með 2646 pinna og í því 3. Voru síðan Perú með þeim Yum Ishikawa og Dai Yuzuiha með 2592 pinna.

Okkar piltar Jóhann og Steindór enduðu í 10. Sæti með 2305 pinna og þeir Hinrik og Joshua í því 13. með 1862 pinna.
 
Í liðakeppninni voru það Finnar sem sigruðu í Stúlkna flokk í 2. Sæti Noregur og í því 3. Mexico
Hjá piltunum voru það Svíþjóð sem sigraði Finnar í 2. Sæti og Perú í 3. Sæti.
 
Á morgun Laugardag þá er spilaður Master, frá okkur eru það Helga, Sara, Jóhann og Steindór sem spila þar.

Nýjustu fréttirnar