Deildarkeppni Íslandsmóti liða 2014 til 2015 er lokið

Facebook
Twitter

ÍR KLS eru deildarmeistarar í 1. deild karla 2015Um helgina lauk deildarkeppni Íslandsmóts liða 2014 til 2015. Lokaumferðin var spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll þar sem öll lið í öllum deildum spiluðu nema að á Skaganum fór fram einn leikur í efstu deild karla eða leikur þeirra ÍA og ÍR KLS. Um kvöldið var svo glæsileg lokahátíð Keilusambandsins haldin á Rúbín í Öskjuhlíð þar sem snæddur var veislumatur, verðlaunaafhending fór fram og svo var dansað fram eftir nóttu.

Úrslitakeppni í 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og umspilsleikur um eitt sæti í 1. deild kvenna hófst í gærkvöldi, mánudagskvöldið 13. apríl, sjá frétt.

 

Deildarkeppnin fór þannig að í 1. deild karla varð ÍR KLS deildarmeistari, ÍR PLS varð í 2. sæti, ÍA W urðu í 3 sæti og svo KFR Lærlingar sem varð í því 4. Þessi lið keppa nú til úrslita á Íslandsmóti karla í keilu. ÍR Broskarlar voru fallnir niður í 2. deild fyrir einhverju síðan en spenna var með hverjir fylgdu þeim eftir. Kom það í hlut KFR Stormsveitarinnar að fylgja Broskörlunum niður.

ÍR Buff eru deildarmeistarar í 1. deild kvenna 2015Í 1. deild kvenna fóru leikar þannig að ÍR Buff urðu deildarmeistara og KFR Afturgöngur náðu 2. sætinu og munaði aðeins 5,5 stigum á þeim og ÍR TT sem varð í 3. sæti. Keppa þær Buff stelpur og Afturgöngur því til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna. KFR Skutlurnar enduðu í neðsta sæti og falla í 2. deild en ÍR BK varð í næst neðsta sæti og spilar umspilsleik við ÍR SK sem varð í 2. sæti í 2. deild.

Í 2. deild karla varð KR B nokkuð örugglega deildarmeistari og fer því upp í 1. deild á næsta tímabili og þeim fylgja lið Þórs frá Akureyri sem fer því í annað sinn upp í 1. deild á 3 árum. Það kom síðan í hlut ÍR NAS og ÍR A að falla niður í 3. deild.

Í 2. deild kvenna varð ÍR N deildarmeistari og leika þær því í 1. deildinni á komandi leiktíð. ÍR SK varð eins og segir í 2. sæti og keppnir nú við ÍR BK um laus sæti í 1. deild. Fleiri deildir eru ekki í kvennadeildum.

Í 3. og neðstu deild karla var nokkur spenna alveg fram í lokin hvaða lið yrði deildarmeistarar. KR E sem hafði leikið ansi vel þetta tímabilið fékk harða samkeppni frá Þór Plús en svo fór að KR E sigraði deildina með aðeins 3, 5 stigum meira en Þór Plús og eru því deildarmeistarar 3. deildar. KFR Múrbrjótur og KFR Döff vermdu neðstu sætin.

Sjá nánar lokastöðu í deildum á vef Keilusambandsins.

Keilusamband Íslands þakkar keilurum fyrir gott mót á liðnum vetri og hlakkar til að sjá keilara mæta aftur til leiks á því næsta.

KR B eru deildarmeistarar í 2. deild karla 2015

    KR E eru deildarmeistarar í 3. deild karla 2015ÍR N eru deildarmeistarar kvenna í 2. deild 2015

Nýjustu fréttirnar