Íslandsmeistarar Para 2014

Facebook
Twitter

Í dag tryggðu Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Hafþór Harðarson ÍR sér titilinn Íslandsmeistarar Para, í 3 leikjum í úrslitum á móti Stefáni Claessen ÍR og Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR með sigri í 1. og 3. leik 

Sjá úrslitaleiki.

 Í 3. sætI voru Guðlaugur Valgeirsson KFR og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR.

Milliriðillinn var spilaður í morgun og voru 2 efstu pörin ekki í neinni hættu á að missa sætin sín en næstu 4. pör skiptust á að verma bronssætið þar til í síðasta leik að Guðlaugur og Hafdís tryggðu sér það með því að spila bæði yfir meðaltali sínu þann daginn.

Leikir úr forkeppni og leikir úr milliriðli.

Mótanefnd þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og prúðmannlega framkomu og sér fram á glæsta framtíð með aukinni þátttöku yngri spilara sem eiga framtíðina fyrir sér.

Nýjustu fréttirnar