Fréttir af landsliðsmálum KLÍ

Facebook
Twitter

Unglingalandslið Íslands í keilu tekur þátt í Evrópumóti unglinga keilu sem haldið verður í borginni Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k. Að þessu sinni verða sendir 6 keppendur á mótið, 4 piltar og 2 stúlkur. Þau eru Andri Freyr Jónsson KFR, Aron Fannar Benteinsson ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Hlynur Örn Ómarsson ÍR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Aron Fannar og Hlynur Örn eru að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni, en þetta er önnur ferðin hjá hinum keppendunum. Á mótinu verður keppt í tvímenningskeppni, liðakeppni og einstaklingaskeppni, sjá nánar á heimasíðu mótsins. Þjálfari liðsins er Guðmundur Sigurðsson og Skúli Freyr Sigurðsson verður honum til aðstoðar.

Karlalandslið Íslands í keilu mun taka þátt í Heimsmeistaramótinu sem haldið verður í borginni Las Vegas í Bandaríkjunum dagana 18. – 31. ágúst n.k. Hörður Ingi Jóhannsson verður þjálfari liðsins og mun tilkynna landsliðhópinn fljótlega. Upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðunni Sjá nýja frétt um karlalandsliðið

Ekkert verkefni er á dagskránni hjá kvennalandsliðinu á þessu ári eins og staðan er í dag, en landsliðsnefndin er að skoða þau mál.

Allar nánari upplýsingar gefa þjálfarar og landsliðsnefnd KLÍ

 

Á myndunum má sjá Katrínu Fjólu Bragadóttur og Hafdísi Pálu Jónasdóttur, Guðmund Inga Jónsson og Andra Frey Jónsson á Evrópumóti unglinga sem haldið var í Álaborg í Danmörku í fyrra.

Nýjustu fréttirnar