Keilumót RIG 2013 – Dagskrá síðasta keppnisdags

Facebook
Twitter

Á morgun lýkur keppni á keilumóti Reykjavíkurleikanna, Reykjavik International games 2013, sem jafnframt er 2. umferð AMF World Cup mótaraðarinnar.

Dagskrá morgundagsins hefst á keppni í milliriðli kl. 10:00. Þar keppa þeir 12 keppendur sem enduðu í sætum 5 – 10 í forkeppninni og spila 6 leiki og flyst skorið ekki áfram úr forkeppninni. 6 efstu keppendurnir úr milliriðlunum og þeir 4 keppendur sem komust beint áfram úr forkeppninni, komast áfram í undanúrslitakeppni (allir við alla/round robin) þar sem spilað eru 9 leikir, maður á móti manni með bónusstig fyrir sigur í leik og hefst sú keppni kl. 13:30. Svíarnir komust allir áfram í milliriðil eftir forkeppnina og nú verður spennandi hvort þau komast öll áfram í undanúrslit.

 

Að lokum keppa 4 efstu keppendurnir eftir undanúrslitakeppnina til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi þannig að keppandi í 4. sætinu spilar við keppanda í 3. sætinu. Sigurvegari úr þeirri viðureign spilar síðan við keppanda í 2. sæti og sigurvegari úr þessari viðureign spilar að lokum við keppandann í 1. sætinu. Sigurvegari úr þeirri viðureign verður RIG meistari ársins. Reikna má með að sú keppni hefjist um kl. 15:00. Sjá nánar í auglýsingum og dagskrá

Bein útsending verður á SportTV frá leikjum í úrslitum kl. 15:00, sjá dagskrá SportTV

Nýjustu fréttirnar