Reykjavíkurmót einstaklinga 2012 – Úrslit

Facebook
Twitter

Helga Sigurðardóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga í keilu 2012. Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR var í öðru sæti hjá konunum og Ragna Matthíasdóttir KFR var þriðja. Hjá körlunum voru Kristján Þórðarson KFA og Þorleifur Jón Hreiðarsson KFA í efstu sætunum og Hafþór Harðsson þriðji.

 

Eftir forkeppnina var staðan hjá konunum þannig að Helga Sigurðardóttir KFR var í fyrsta sæti með 1.615 pinna eða 179,44 að meðaltali, Ragna Matthíasdóttir KFR var önnur með 1.596 eða 177,33 að meðaltali, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR var þriðja með 1.571 og 174,56 og Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR var fjórða með 1.565 og 173,89. Sjá nánar stöðuna eftir forkeppnina.

Í undanúrslitunum vann Helga Rögnu Guðrúnu 2 – 0, en einn leikur var jafntefli. Hinn leikurinn fór 2 – 0 fyrir Guðrúnu Soffíu á móti Rögnu M. Í úrslitunum byrjaði Guðrúnu Soffíu betur og vann fyrsta leikinn, en Helga vann tvo næstu leiki og tryggði sér með því titilinn í fyrsta sinn. Í leiknum um þriðja sætið vann Ragna M. Rögnu Guðrúnu 2 – 0. Sjá nánar úrslit í kvennaflokki.

 

Eftir forkeppnina var staðan hjá körlunum þannig að Guðlaugur Valgeirsson KFR var efstur með 2.049 pinna eða 227,67 að meðaltali í leik. Hafþór Harðarsson ÍR var í öðru sæti með 1.942 pinna eða 215,78 að meðaltali, Kristján Þórðarson KFA var þriðji með 1.873 pinna og 208,11 að meðaltali og Þorleifur Jón Hreiðarsson KFA var fjórði með 1.680 pinna og 186, 67. Baráttan um fjórða sætið í úrslitunum var hörð því aðeins munaði 12 pinnum á Þorleifi og Einari Má Björnssyni ÍR sem hafnaði í fimmta sæti Sjá nánar stöðuna eftir forkeppnina

Í undanúrslitunum vann Þorleifur Guðlaug 2 – 0 og Kristján vann Hafþór 2 – 0. Í úrslitunum vann Kristján Þorleif 2 – 0 og Hafþór vann Guðlaug 2 – 0 í leik um þriðja sætið. Sjá nánar úrslit.

Nýjustu fréttirnar