Evrópumót kvenna í keilu 2012 lokið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Lið Englands tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í liðakeppninni á Evrópumóti kvenna í keilu þegar þær sigruðu lið Þýskalands nokkuð örugglega í úrslitunum sem fram fóru á laugardaginn.

Hin hollenska Sophie Van Der Meer tryggði sér Evrópumeistaratitil kvenna þegar hún lagði hina þýsku Birgit Pöppler 2 – 1 í úrslitunum. Var það nokkur sárabót fyrir Hollendinga sem náðu ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni liða og urðu að sætta sig við fimmta sætið. Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar