Hátt skor í undanúrslitum Íslandsmóts liða

Facebook
Twitter

Nú um helgina fóru fram undanúrslit í Íslandsmóti liða, þar sem mættust í karlaflokki lið KFR-Lærlinga og ÍR-A annars vegar, og lið KR-A og ÍR-PLS hinsvegar.  Spilamennska var mjög góð, og mátti sjá einar 9 seríur yfir 690 og féllu nokkur Íslandsmet.
Það eru lið KFR-VAlkyrja og ÍR-TT sem munum mætast í úrslitum í kvennaflokki og lið KFR-Lærlinga og KR-A í karlafokki.KFR-Lærlingar unnu ÍR-A 19 – 1 (2.747-2.356) í gær og í dag 12,5 – 7,5 (2.543-2.405).  Alls sigruðu KFR-Lærlingar því ÍR-A 31,5 gegn 8,5.
KR-A unnu ÍR-PLS 15 – 5 (2.718-2.514) í gær og í dag 14 – 6 (2.618-2.455).  KR-A sigraði því ÍRPLS alls 29 – 11.
ÍR-TT unnu Afturgöngurnar 17 – 3 (2.144-1.887) í gær og í dag 11 – 9 (2.159-2.120).  Alls sigruðu ÍRTT því 28 – 12.
KFR-Valkyrjur unnu Skutlurnar 17 – 3 (2.364-1.761) í gær og í dag 18 – 2 (2.503-1.727).  KFR-Valkyrjur sigruðu því alls 35 – 5.

Í gær setti Magna Ýr Hjálmtýsdóttir úr KFR-Valkyrjum 3 met þegar hún spilaði 715 í 3 leikjum, sem var nýtt met bæði í kvennaflokki og 1. flokki stúlkna, en einnig bætti hún metið í 1 leik í þeim flokki þegar hún spilaði 266.  Stalla hennar Sigfríður Sigurðardóttir bætti þú um betur í dag og spilaði 753 í morgun og sló þar með metið í 3 leikjum, þegar KFR-Valkyrjur áttu stórleik og bættu tvö Íslandsmet kvennaliða, 1.681 í 2 leikjum og 2.503 í 3 leikjum.

Nýjustu fréttirnar