Gott gengi í Þýskalandi

Facebook
Twitter

Í dag var annar dagur Evrópubikarsins í Þýskalandi. Magnús Magnússon lék vel í dag, fyrri 6 leikina 1203 og síðari 6 leikina 1280 og er því með 207 í mtl eftir 18 leiki sem setur hann í 8. sæti í heildina. Efstur er Lasse Lintila frá Finlandi með 229 í mtl. Einn 300 leikur leit dagsins ljós í dag, hann spilaði Jose I Estavez frá Spáni.
Sigfríður Sigurðardóttir leik 6 leiki í dag. Leikina lék hún á 188 meðaltali og er því með 193 í meðaltal eftir 18 leiki og er í 10. sæti. Efst hjá konunum er Tanya Patty frá Þýskalandi með 221 í meðaltal.
Árangur okkar fólks er góður það sem af er og vonandi verður áframhaldið á sama veg.

Heimasíða mótsins er http://eci2005.dbu-bowling.de/

ÁHE

Nýjustu fréttirnar