Olíuburður vetrarins, nýtt fyrirkomulag.

Facebook
Twitter

Stjórn hefur samþykkt með breytingum tillögu Tækninefndar varðandi olíuburð og fyrirkomulag olíuburðar í deildum.

 

Olíuburðir voru samþykktir eins og þeir komu frá Tækninefnd og hafa verið settir á síðu sambandsins.
 
Tækninefnd lagði til að leyfa heimaliði að velja sér olíuburð fyrir hvern heimaleik eftir ákveðnu fyrirkomulagi.  Stjórn sá einhverja annmarka á því og fékk Tækninefnd til að útfæra tillöguna betur.
Eftir að hafa fengið betur útfærða tillögu samþykkti stjórn að prófa þetta fyrirkomulag í 1. deild karla á komandi tímabili og meta svo stöðuna fyrir næsta þing.
 
Fyrirkomulagið er í grófum dráttum þannig að heimalið þarf að ákveða með fyrirvara hvorn olíuburðin (Tækninefnd hefur valið tvo burði)  þeir vilja nota í komandi leik.  Þetta þarf að tilkynna til mótanefndar á netfangið [email protected] fyrir miðnætti á miðvikudegi fyrir leik hvort sem leikur er á laugardegi, sunnudegi eða þriðjudegi á eftir.

Einar Már Björnsson hefur tekið að sér að sjá um utanumhald vegna þessa og mun setjast í mótanefnd.  Hann mun því raða þeim leikjum saman í hverri viku sem eru með sama olíuburð og uppfæra á síðu KLÍ nýja brautarskipan. Hann mun einnig birta á heimasíðu KLÍ undir fréttir nýja brautarskipan og hvaða olíuburður verður í hverjum leik ásamt því að senda þessar upplýsingar á Keiluhöllina.

Nýjustu fréttirnar