Landsliðið tryggir sér þáttökurétt á HM Kvenna 2017

Facebook
Twitter

Landslið kvenna í keilu lauk keppni á Evrópumóti í Vín á dögunum og tryggði sér þáttökurétt á heimsmeistaramótinu 2017 í Kuwait. 

 
Íslensku stelpurnar skipuðu 2 lið í þremenningi. Ísland 1 sem endaði í 13 sæti Katrín Fjóla Bragadóttir
KFR með 186 í meðaltal Ástrós Pétursdóttir ÍR með 192 og Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 193.
Ísland 2 endaði í neðsta sæti en þar var Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 158 meðaltal, Hafdís Pála
Jónasdóttir KFR 172 og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 154 .
Þremenninginn unnu Þjóðverjar 1 Nadine Geißler, Tuna Hulsch og Birgit Pöppler lið Englands 1 Hayley
Russell, Keira Reay og Lisa John með 616 stigum gegn 560.

 
Ísland endaði í 13 sæti í liðakeppni. Fyrir Íslands hönd spiluðu Ástrós Pétursdóttir ÍR með 197
meðaltal, Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 183, Dagný Edda Þórisdóttir KFR 177 og Hafdís Pála Jónasdóttir
KFR 167.
 
Til úrslita þar kepptu Svíþjóð og Þýskaland og unnu þær Sænsku lið skipað þeim Ida Andersson, Nina
Flack, Sandra Andersson, Joline Persson-Planefors og Jenny Wegner 1104 gegn 1019 hjá þeim Þýsku
Nadine Geißler, Patricia Luoto, Tina Hulsch, Martina Schütz og Birgit Pöppler.
 
All Events keppnin. Okkar stelpur náðu ekki inn í topp 24 að þessu sinni en þar var efst af þeim
Íslensku Ástrós Pétursdóttir ÍR í 54 sæti með 188 meðaltal.
 
Til úrslita í All Events keppninni áttust við Keira Reay frá Englandi og Daria Kovalova frá Úkraínu og hafði Keira betur 199 gegn 196.
 
Lið Íslands skipuðu Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Linda Hrönn
Magnúsdóttir ÍR, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR, Katrín Fjóla Bragadóttir KFR og Ástrós Pétursdóttir ÍR.
 
Á Evrópumótinu tóku þátt 25 þjóðir en 15 öðluðust keppnisrétt á HM 2017.

Nýjustu fréttirnar