ÍR PLS Íslandsmeistarar karla 2016

Facebook
Twitter

ÍR PLS eru Íslandsmeistarar karla 2016Í gærkvöldi fór fram síðasti úrslitaleikurinn hjá körlum á Íslandsmótinu í keilu. ÍR PLS var í ágætri stöðu fyrir umferðina með 17,5 stig gegn 10,5 KFR Lærlinga sem sóttu þó vel á í lok 2. umferðar. PLS strákar hófu leikinn í gær af krafti og lönduðu 3 – 1 sigri 615 pinnar gegn 593 í fyrsta leik og þurftu því aðeins 1 stig úr næstu tveim leikjum til að tryggja sér titilinn. Það tókst í öðrum leik en þar sigruðu þeir einnig 3 – 1, 672 pinnar gegn 649 og því titillinn þeirra.

Gulli Lærlingur spilaði hvað best í úrslitakeppninni en hann var með 241 í meðaltal í úrslitarimmunni þar af spilaði hann 771 seríu í 2. umferð.

Óskum ÍR PLS til hamingju með titilinn.

 

 

  KFR Lærlingar urðu í 2. sæti 2016  ÍA W varð í 3. sæti 2016

ÍR PLS – KFR Lærlingar og ÍA -W sem varð í 3. sæti ásamt ÍR KLS en ekki náðist mynd af þeim

Nýjustu fréttirnar