ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar KLÍ 2016

Facebook
Twitter

ÍR liðin PLS og TT eru bikarmeistarar KLÍ 2016ÍR liðin KLS og TT urðu í gærkvöldi bikarmeistarar karla- og kvennaliða í keilu en þá fór fram úrslitakeppnin í Keiluhöllinni Egilshöll. ÍR KLS vann ÍR PLS í bráðabana en jafnt var eftir 4 leiki hjá þeim. Hjá konum fór það þannig að ÍR TT bar sigurorð af ÍR Buff í þrem leikjum 3 – 0. ÍR KLS er nokkuð sigursælt í bikarkeppninni en alls hafa þeir unnið bikartitilinn 11 sinnum síðan 1987 en ÍR TT vann síðast bikarinn árið 2012 og alls er þetta í þriðja sinn sem þær hafa unnið hann.

ÍR KLS vann fyrsta leikinn á móti ÍR PLS með 690 pinnum gegn 660. Í öðrum leik náður PLS strákar sigri með aðeins einum pinna eða 586 gegn 585. KLS náði svo sigri í þriðja leik 647 gegn 605 og í fjórða leik snérist dæmið enn við en þá vann PLS með 614 pinnum gegn 545. Grípa þurfti því til bráðabana en þá vann KLS með 28 pinnum gegn 21.

ÍR TT sigldi bikarnum örugglega í höfn með því að leggja ÍR Buff stúlkur í þrem leikjum 545 gegn 475, 517 gegn 493 og svo 528 gegn 482.

Eins og segir var mjög jafnt hjá körlunum og var heildarskor þeirra þannig að ÍR KLS var með 2.467 pinna eða 205,58 í meðaltal en ÍR PLS var aðeins með tveimur færri pinnum 2.465 pinnar eða 205,42 í meðaltal. ÍR TT var með 1.590 pinna eða 176,67 í meðaltal en ÍR Buff var með 1.450 pinna eð 161,11 í meðaltal.

 

ÍR KLS og ÍR PLS áttust við í úrslitum bikarkeppni KLÍ 2016  ÍR TT og ÍR Buff áttust við í úrslitum bikarkeppni KLÍ 2016

Nýjustu fréttirnar