Íslensku strákarnir í 10. sæti Evrópumót karlalandsliða

Facebook
Twitter

Landslið Íslands. Frá vinstri, Einar Már, Arnar Davíð, Arnar Sæbergsson, Skúli Freyr, Hafþór, Stefán og Guðlaugur fararstjóriÁ dögunum fór fram Evrópumót landsliða karla í keilu í Álaborg í Danmörku. Íslenska liðið var í 17. sæti eftir fyrri keppnisdaginn í 4 manna liðakeppninni en vann sig svo upp í 10. sæti seinni daginn af samtals 30 liðum. Er það einn besti árangur sem íslenskt landslið í keilu hefur náð á svo sterku móti.

Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands enduðu heildarkeppni einstaklinga sem hér segir:
 
Einar Már Björnsson ÍR varð í 52. sæti með 4.752 pinna eða 198,0 að meðaltali í leik
Skúli Freyr Sigurðsson KFA í 66. sæti með 4.674 pinna eða 194,8 að meðaltali í leik
Hafþór Harðarson ÍR í 69. sæti með 4.666 pinna eða 194,4 að meðaltali í leik
Stefán Claessen ÍR í 71. sæti með 4.654 pinna eða 193,9 að meðaltali í leik
Arnar Sæbergsson ÍR í 83. sæti með 4.609 pinna  eða 192,0 að meðaltali í leik
Arnar Davíð Jónsson KFR í 93. sæti með 4.588 pinna eða 191,2 að meðaltali í leik
 
Þessi árangur er gott veganesti fyrir næstu mót en að ári Evrópumótið, sem þá fer fram í Brussel, verður einnig undankeppni álfunnar fyrir Heimsmeistaramót liða í keilu 2017.
Í þrímenningi enduðu strákarnir í Ísland 2 (Einar, Skúli og Arnar Davíð) í 20. sæti af 60 og Ísland 1 (Hafþór, Arnar Sæbergs og Stefán) í 37. sæti. Í tvímenningi fóru leikar þannig að Ísland 1 (Arnar Davíð og Arnar Sæbergs) enduðu í 52.sæti, Ísland 2 (Stefán og Einar) enduðu í 13.sæti og Ísland 3 (Skúli og Hafþór) enduðu í 18.sæti.
 
Allar upplýsingar um mótið, úrslit og stöður, má finna á vefsíðu mótsins EMC2015.

Nýjustu fréttirnar