Bikarmeistarar KLÍ 2015

Facebook
Twitter

Bikarmeistarar KLÍ 2015 - KR-A og ÍR-BuffÍ gærkvöldi var keppt til úrslita í bikarkeppni Keilusambands Íslands fyrir árið 2015. Í kvennaflokki sigraði lið ÍR – Buff og í karlaflokki sigraði lið KR – A. Úrslitakeppnin var í beinni útsendingu á SportTV.is hægt er að horfa á upptökuna hér. KR – A keppti við ÍR – KLS og ÍR – Buff konur kepptu við ÍR – BK. Er þetta fyrsti bikartitill ÍR – Buff kvenna en KR vann síðast bikarinn karla megin árið 2003. ÍR – KLS hefur sigrað bikarkeppnina síðastliðin 5 ár og alls 10 sinnum frá árinu 1991.

KR-ingar sigruðu í þrælspennandi úrslitakeppni sem fór í 4 leiki. Fyrsta leik sigruðu KR-ingar með 756 pinnum gegn 713. Í öðrum leik snéru KLS menn spilinu við og knúðu fram sigur með aðeins 4 pinnum eða 755 gegn 751. Í þriðja leik tóku KR-ingar þetta nokkuð örugglega eða 893 pinnar gegn 818 en það er hvorki meira né minna en 223,25 pinnar í meðaltal hjá KR. Í fjórða leik réðust úrslitin hjá síðustu mönnum í 10. og síðasta ramma leiksins. KR-ingar náðu 3 pinna sigri 836 pinnar gegn 833 pinnum ÍR – KLS manna og eru því bikarmeistarar karla í keilu árið 2015. KR – A spilaði því samtals 3.236 pinna eða 202,25 í meðaltal og ÍR – KLS spilaði 3.119 eða 194,94 í meðaltal.

Hjá konunum var þetta ekki eins spennandi. ÍR – Buff sigraði alla þrjá leikina eða 702 pinnar gegn 577 í fyrsta leik. Í öðrum fóru leikar þannig að ÍR – Buff vann með 662 gegn 564 og þriðja leik líka 649 gegn 585. Eru ÍR – Buff konur því bikarmeistarar kvenna í keilu árið 2015. ÍR – Buff spilaði samtals 2.013 pinna eða 167,75 í meðaltal og ÍR – BK spilaði 1.726 pinna eða 143,83 í meðaltal.

Óskum bæði KR – A og ÍR – Buff til hamingju með bikartitla sína.

 

KR - A Bikarmeistarar KLÍ 2015. Frá Vinstri: Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson, Björn Birgisson, Björn Kristinsson og Atli Þór Kárason    ÍR - Buff bikarmeistarar KLÍ 2015 í kvennaflokki. Frá vinstri: Ástrós Pétursdóttir, Katrín Fjóla Bragadóttir, Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Guðrún Soffía Guðmundsdóttir

Nýjustu fréttirnar