Frá EYC2015 í Leipzig – Liðakeppni lokið

Facebook
Twitter

Íslenski hópurinn á EYC2015Liðakeppninni lauk í vikunni á Evrópumóti ungmenna í Leipzig í Þýskalandi. Hjá strákunum spilaði Aron Fannar KFA best 1.106 pinnar í 6 leikjum  eða 184,3 í meðaltal. Jökull Byron KFR var þar næst með 1.029 eða 171,5 í meðaltal. Svo komu þeir Hlynur Örn og Alexander úr ÍR með 1.015 pinna eða 169,2 í meðaltal og 995 eða 159,2 í meðaltal. Strákarnir enduðu í 20. og næst síðasta sæti í leiðakeppninni.

Hjá stelpunum fóru leikar þannig að Jóhanna KFA spilaði alls 896 eða 149,3 í meðaltal og Natalía var með 834 eða 139 í meðaltal.

Hollendingar og Svíar voru í miklu samstarfi við Íslendinga í allri hvatningu og skapaðist mjög skemmtilegur andi. Vegna tæknilegra örðugleika var töf á leik stúlknanna eftir fyrsta leik. Keppendur létu það ekki mikið á sig fá og héldu uppi stemmingu. Sérstaklega var gaman að sjá rússnesku og úkraínsku stúlkurnar sitja saman í hring og syngja og láta ekki pólitískar erjur landanna á sig fá.

Þess má geta að Keilusamband Íslands hefur tekið að sér að sjá um Evrópukeppni ungmenna á næsta ári og fer það fram um páskana 2016. Verður það eitt fjölmennasta mót sem íslenska keilusamfélagið hefur staðið fyrir.

Nýjustu fréttirnar