Íslandsmót Para 2014

Facebook
Twitter

Forkeppni Para lauk um hádegisbil í dag og efst eftir daginn eru Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Hafþór Harðarson ÍR með 2382 pinna, í 2ru eru Stefán Claessen ÍR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR með 2227 pinna og 3ju eru Andri Freyr Jónsson KFR og Helga Sigurðardóttir KFR með 2077 pinna.

Leikir í forkeppni.

 Undanúrslit á milli 8 efstu paranna hefst svo kl. 8:00 í fyrramálið og leika svo 2 efstu pörin til úrslita strax á eftir því.

Því miður heltust 2 pör úr lestinni á síðustu stundu og því voru aðeins 14 pör sem léku á mótinu sem gekk mjög vel þó einstaka sinnum hafi þurft að stilla upp eða endurraða keilum.

 

 Frábær þátttaka er í Íslandsmóti para þetta árið, samtals 16 pör eru skráð til leiks kl. 9 á laugardagsmorgun þrátt fyrir að tvenn pör hafi dregið skráningu sína til baka á síðustu metrunum. Búast má við skemmtilegri helgi í Keiluhöllin Egilshöll með fjölbreyttu úrvali para.

Guðný Gunnarsdóttir – Hafþór Harðarson
Andri Freyr Jónsson – Helga Sigurðardóttir
Jökull Byron Magnússon – Ragna Matthíasdóttir
Svavar Þór Einarsson – Elsa G. Björnsdóttir
Guðlaug Aðalsteinsdóttir – Gunnar Guðjónsson
Bergþóra Rós Ólafsdóttir – Þórarinn Már Þorbjörnsson
Guðlaugur Valgeirsson – Hafdís Pála Jónasdóttir
Hlynur Örn Ómarsson – Laufey Sigurðardóttir
Jóna Gunnarsdóttir – Guðmundur Sigurðsson
Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir – Aron Fannar Benteinsson
Jónína Magnúsdóttir – Gylfi Snær Sigurðsson
Natalía G. Jónsdóttir – Skúli Freyr Sigurðsson
Magnús S. Guðmundsson – Margrét Björg Jónsdóttir
Ragna Guðrún Magnúsdóttir – Jóel Eiður Einarsson
Stefán Claessen – Linda Hrönn Magnúsdóttir
Erlingur Sigvaldason – Elva Rós Hannesdóttir
 

Nýjustu fréttirnar