Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið á Íslandi

Facebook
Twitter

Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2014Vikuna 13. til 19. október næstkomandi verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Keiluhöllinn Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu en það eru ÍR-ingarnir Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir en þau eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2014.

Um 65 erlendir þátttakendur eru skráðir á mótið. Áætlað er að fjöldi þáttakenda og aðstoðarmanna verði um 140 talsins. Einn þekktasti keilarinn sem kemur á mótið er Finninn Kimmo Lehtonen en hann er núverandi Evrópumeistari einstaklinga ásamt því að hafa á sínum ferli m.a. unnið heimsmeistaratitil, AMF titil og fjölda aðra titla. Einnig kemur hingað til lands í annað sinn Lisa John frá Englandi sem er Englandsmeistari kvenna 2014 en hún kom hér fyrr á árinu og keppti á RIG mótinu.

Sjónvarpað verður frá mótinu bæði á rásum RÚV Sport laugardaginn 18. október og á SportTV alla dagana. Úrslitin verða svo í beinni á báðum þessum stöðvum.

Er þetta einn viðamesti viðburður sem íslenska keilusamfélagið hefur komið að hér á landi og mikil vinna hefur verið við að undirbúa mótið. Einnig er ljóst að mikil vinna verður við framkvæmd mótsins og er óskað eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við þá framkvæmd. Áhugasömum er bent á að hafa samband við þá Þórarinn Þorbjörnsson formann Keilusamband Íslands [email protected] eða Valgeir Guðbjartsson mótstjóra ECC2014 [email protected].

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu mótsins www.ecc2014.is

 

Nýjustu fréttirnar