Íslandsmót liða – Undanúrslit 2014

Facebook
Twitter

Það eru Deildarmeistararnir KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff sem keppa til úrslita á Íslandsmóti liða í kvennaflokki og ÍR-KLS og KR-C sem keppa til úrslita í karlaflokki árið 2014. Það er því ljóst að krýndir verða nýir Íslandsmeistarar í kvennaflokki, en ÍR-KLS eiga enn möguleika á að verja titilinn í karlaflokki.

 

Sjá nánar úrslit og skor í úrslitakeppninni

Æsispennandi viðureignir fóru fram í kvöld í fyrri leik undanúrslitanna.

Í Öskjuhlíðinni áttust við KFR Afturgöngurnar og ÍR Buff og er óhætt að segja að það hafi verið kaflaskiptur leikur, þar sem Buffið vann 1. leikinn 6-0 en Afturgöngurnar unnu 2. leikinn 6-0 og því allt undir í síðasta leiknum og var staðan að loknum 3. leik 11.5 – 8.5 ÍR Buff í hag. 

Í Egilshöllinni áttust við hin kvennaliðin þ.e.a.s. KFR Valkyrjurnar og ÍR TT, ekki var leikurinn þar eins kaflaskiptur en 1. leik unnu Valkyrjurnar 4-2 en TT vann 2. leikinn 4-2 líka þannig að jafnt var fyrir síðasta leik og því allt undir og þar sýndu Valkyrjurnar úr hverju þær eru gerðar og unnu leikinn 5-1 og samtals 13 – 7. Hæsta leik og seríu átti Dagný Edda Þórisdóttir með 268/667.

Hjá körlunum áttust við annarsvegar ÍR PLS og KR C og er óhætt að segja að KRingarnir með gott stuðningslið á bakvið sig hafi nánast valtað yfir andstæðingana með sigri í öllum þrem leikjunum og byrjuðu 1. leik á 4-2, annan leikinn tóku þeir 5.5 – 0,5 og síðasta leikinn 5-1 og samtals 16,5 – 3,5. Hæstan leik átti Björn Birgisson með 246/639.

Hinsvegar áttust við ÍR KLS og ÍA W og byrjuðu núverandi meistarar á að taka 1. leikinn 4-2 og voru óheppnir að ná ekki 5 stiginu þar sem aðeins munaði einum pinna á Andrési og Aroni, 2. leik unnu þeir 5-1 og því komnir í 9-3 og staðan því ekki góð hjá skagamönnum fyrir síðasta leik, en þeir bitu í skjaldarrendurnar og áttu stórgóðan leik þar sem allir liðsmenn skoruðu yfir 200 en það nægði þeim til að vinna leikinn 5-1 en heildinni náðu þeir ekki af KLS mönnum sem unnu samtals 12 – 8. Hæstan leik og seríu átti Andrés Páll Júlíusson með 279/698.

Það verður því spennandi að fylgjast með seinni leik liðanna allra og sjá hverjir komast í úrslitin. 

Vonandi mæta sem flestir í Egilshöllina og á Skagann til að gera stemmninguna enn meiri og skemmtilegri fyrir okkur öll.

Nýjustu fréttirnar