Íslandsmót liða – Síðustu umferðirnar

Facebook
Twitter

Nú er að renna upp síðasta keppnisvikan á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2013 – 2014 þar sem fara fram leikir í tveimur síðustu umferðum í öllum deildum. ÍR-PLS er því sem næst búið að tryggja sér Deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla og KFR-Valkyrjur sömuleiðis í 1. deild kvenna og nokkuð ljóst er orðið hvaða lið keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitlana.

Á morgun laugardaginn 26. apríl tekur Þór-Plús á móti ÍR-Fagmönnum í Keilunni á Akureyri í 20. umferð í 3. deild karla og á sunnudaginn 27. apríl mætast Skagaliðin ÍA-W og ÍA í 17. umferð 1. deildar karla og ÍA-B tekur á móti ÍFH-Stuðboltum í 3. deild karla í Keilusalnum á Akranesi. Á mánudag 28. apríl tekur kvennalið ÍA á síðan á móti ÍR-TT á Skaganum í fyrsta leiknum í 21. umferð í 1. deild kvenna.

Á mánudaginn mætast í Öskjuhlíðinni í 17. umferð 2. deild karla ÍR-Broskarlar og ÍR-Blikk, ÍR-L og KFR-JP-kast og ÍR-NAS og ÍR-Naddóður og í Egilshöllinni eigast við ÍR-A og KFR-Þrestir, ÍR-T og ÍR-Keila.is. Og í 3. deild karla mætast í Öskjuhlíðinni ÍR-Gaurar og ÍFH-Múrbrjótur og í Egilshöllinni ÍR-S og KR-D.

Á þriðjudag 29. apríl fara þrír leikir fram í Öskjuhlíðinni í 1. deild kvenna. ÍR-KK tekur á móti KFR-Valkyrjum, ÍR-N og KFR-Afturgöngurnar mætast og einnig ÍR-BK og ÍR-SK. Í Egilshöllinni tekur ÍR-Buff á móti KFR-Skutlunum. ÍFH-Elding situr hjá í 21. umferð. Í 1. deild karla tekur KR-B á móti ÍR-KLS í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni tekur ÍR-PLS á móti KR-C og KFR-Lærlingar taka á móti KR-A.

Síðasta umferð í öllum deildum fer síðan fram laugardaginn 3. maí og árshátíð KLÍ verður haldin á Rúbín um kvöldið. Sjá dagskrá og stöðuna í deildunum

Spilað er í olíuburðinum 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet.

Nýjustu fréttirnar