Meistarakeppni ungmenna 2013 – 2014

Facebook
Twitter

Fimmta og síðasta umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 22. mars. Að þessu sinni tóku þátt 45 keppendur sem kepptu í 5 aldursflokkum. Bestu spilamennsku umferðar áttu Hlynur Örn Ómarsson ÍR sem spilaði 1.151 í 6 leikjum, Aron Fannar Benteinsson ÍA með 1.121 og Benedikt Svavar Björnsson ÍR með 1.052. Hjá stúlkunum var Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR með 1.046 og Natalía G. Jónsdóttir ÍA með 1.040.

Meistarar ungmenna á árinu 2014 eru í 1. flokki Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Andri Þór Göthe ÍR. Í 2. flokki Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR. Í 3. flokki Helga Ósk Freysdóttir KFR og Jökull Byron Magnússon KFR. Í 4. flokki Elva Rós Hannesdóttir ÍR og Hinrik Óli Gunnarsson ÍR. Sjá stöðuna eftir 5. umferð og úrslit mótsins

 

Í Meistarakeppni ungmenna taka þátt börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna. Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá 

Keppt er í fimm aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára
5. flokkur 7 – 8 ára
Keppendur í 1., 2. og 3. flokki spila 6 leiki, en keppendur í 4. og 5. flokki spila 3 leiki.

Miða skal við afmælisár, en keppendur halda sínum flokki fram yfir áramótin og til loka móts.

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

Sjá nánar í regluferð um Meistarakeppni ungmenna

Nýjustu fréttirnar