Evrópumót unglinga 2014 – Einstaklingskeppni pilta

Facebook
Twitter

Í dag fór fram einstaklingskeppni pilta á Evrópumóti unglinga. Guðmundur Ingi Jónsson og Hlynur Örn Ómarsson spiluðu í holli 1 sem hóf keppni kl. 9:00 í morgun eða kl. 7:00 að íslenskum tíma. Guðmundur Ingi spilaði samtals 1036 og voru leikir hans 145, 179, 166, 177, 168 og 201 og endaði hann í 75. sæti. Hlynur Örn spilaði samtals 994 og voru leikir hans 137, 190, 161, 171, 154 og 181 og hafnaði hann í 86. sæti.

Andri Freyr Jónsson og Aron Fannar Benteinsson spiluðu í holli 2 sem hóf keppni kl. 13:15 að staðartíma eða kl. 11:15 að íslenskum tíma. Andri Freyr spilaði samtals 1126 og voru leikir hans 195, 193, 179, 211, 233 og 115 og endaði hann í 48. sæti. Aron Fannar spilaði samtals 883 og voru leikir hans 138, 156, 156, 120, 167, 167 og 146 og hafnaði í 96. sæti.

Andri Freyr Jonsson  ISL 195 193 179 211 233 115 1126  187,7
Gudmundur Ingi Jónsson ISL 145 179 166 177 168 201 1036  172,7
Hlynur Örn Ómarsson ISL 137 190 161 171 154 181 994  165,7
Aron Fannar Benteinsson ISL 138 156 156 120 167 146 883  147,2

Í úrslitunum sigraði Markus Bergendorff Danmörku Igor Filippov Rússlandi með 250 á móti 187. Í 3. sæti voru Martin Øager Danmörku og Marawan Aernoudt Belgíu.

Fylgist með keppninni á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni

Nýjustu fréttirnar