Íslandsmót öldunga 2014

Facebook
Twitter

Þá er forkeppninni lokið á Íslandsmóti öldunga 2014 og urðu breytingar á röð efstu 8. Efst eins og í gær er Linda Magnúsdóttir með 2376 og 198 að meðaltali í 12 leikjum. Í 2. sæti með hærri síðasta leik er Davíð Löve með 2.217 og 184,75 í meðaltal, eins og Valgeir Guðbjartsson sem er í 3. sæti. Staða og leikir HÉR. 

Undanúrslitin fara fram mánudaginn 14. apríl og hefst keppni kl. 19:00. Í undanúrslitunum keppa allir við alla 7 leiki og að því loknu keppa tveir efstu keppendurnir til úrslita. Leikjaröð mánudagsins fyrir allir við alla HÉR.

Nú er fyrri degi forkeppninnar í þessu fyrsta Íslandsmóti öldunga lokið og er óhætt að segja að vel hafi tekist til og að leikgleðin og ánægjan hafi verið við völd í Öskjuhlíðinni í morgun. Þrátt fyrir smávægilegar tafir í upphafi og villu í mótaforriti eftir annan leik, tókst að ljúka 6 leikjum fyrir hádegi og er enginn hægagangur á öldungunum okkar.

23 keppendur skráðu sig til leiks, þar af aðeins 6 konur og er því keppt í opnum flokki þar sem konur fá 8 pinna í forgjöf. Efst eftir daginn eru Linda H. Magnúsdóttir ÍR með 1172, Davíð Löve með KR 1130 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 1099.

Sjá stöðu og leiki HÉR.

 

Nýjustu fréttirnar