Staðan í 1. deild kvenna – 20. umferð

Facebook
Twitter

Nú er orðið ljóst hvaða fjögur lið spila til úrslita í 1. deild kvenna, en innbyrðis röð liðanna getur breyst og keppni um deildarmeistaratitilinn er ekki lokið.

Staða efstu liða er þannig að KFR-Valkyrjur eru í 1. sæti með 275 stig, ÍR-Buff er komið í 2. sæti með 260,5 stig, KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 258 stig og ÍR-TT er í 4. sæti með 251,5 stig.

ÍR-BK spilaði sinn hæsta leik og seríu í vetur og hæstu leiki umferðarinnar á útivelli í Egilshöllinni á móti ÍR-TT í 20. umferðinni. ÍR-TT byrjaði betur og vann fyrstu tvo leikina 4 – 2 og 5 – 1, en ÍR-BK unnu síðasta leikinn 6 – 0 og tóku heildina og viðureign þeirra lauk því 9 – 11 fyrir ÍR-BK. Gott gengi ÍR-BK í síðustu tveimur umferðunum kemur hins vegar of seint og nægir ekki til sætis í úrslitakeppninninni því þær eru í 5. sæti með 195 stig og eiga að sitja hjá í síðustu umferðinni. KFR-Valkyrjur tóku einnig á móti ÍR-N í Egilshöllinni. ÍR-N mættu eins og ÍR-BK ákveðnar til leiks og unnu fyrsta leikinn 6 – 0. KFR-Valkyrjur unnu síðast hina leikina 5 – 1 og 6 – 0 og einnig heildina og viðureignina því 13 – 7. 

Í Öskjuhlíð tóku KFR-Afturgöngurnar á móti ÍA.  KFR-Afturgöngurnar byrjuðu betur á móti ÍA og unnu fyrsta leikinn 4 – 2, ÍA vann hins vegar annan leikinn 4 – 2, en þriðja leiknum lauk 5 – 1 fyrir Afturgöngurnar sem unnu einnig heildina. ÍFH-Elding tók á móti ÍR-Buff sem höfðu nokkra yfirburði í viðureigninni og unnu 17 – 3. Leik KFR-Skutlanna og ÍR-KK lauk með 13 – 7 sigri Skutlanna.

Staða efstu liða er því þannig að KFR-Valkyrjur eru í 1. sæti með 275 stig, ÍR-Buff er komið í 2. sæti með 260,5 stig, KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 258 stig og ÍR-TT er í 4. sæti með 251,5 stig.

Úrslit leikja í 20. umferð voru eftirfarandi:
KFR-Afturgöngurnar – ÍA 12 – 8
KFR-Skutlurnar ö ÍR- KK 13 – 7
ÍFH-Elding – ÍR-Buff 3 – 17
KFR-Valkyrjur – ÍR-N 13 – 7
ÍR-TT – ÍR-BK 9 – 1

Hæstu seríur umferðarinnar spiluðu Berglind Scheving ÍR-BK 585, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR-BK 578, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT 575 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT 565. ÍR-BK spilaði hæstu hæstu seríuna 2.137  og hæsta leikinn 749.

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 20. umferð:
1. KFR-Valkyrjur 275 (18)
2. ÍR-Buff 260,5 (18)
3. KFR-Afturgöngunar 258 (18)
4. ÍR-TT 251,5 (18)
5. ÍR-BK 195,5 (19)
6. ÍR-N 171,5 (18)
7. KFR-Skutlurnar 165 (18)
8. ÍFH-Elding 139 (19)
9. ÍA 131 (18)
10. ÍR-KK 109,5 (18)
11. ÍR-SK 43,5 (18)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 170,67, ÍR-Buff er með 166,93, ÍR-TT er með 164,73 og KFR-Afturgöngurnar eru með 164,50. KFR-Valkyrjur eiga hæsta leik liðs 800 (11. umferð) og hæstu seríu liðs 2.263 (9. umferð).

Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar með 189,4 að meðaltali í 52 leikjum, Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 178,3 að meðaltali í leik í 49 leikjum og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 176 í 54 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Dagný Edda efst með 0,798, Linda Hrönn er með 0,778 og Laufey Sigurðardóttir ÍR-Buff er komin í 3. sætið með 0,763 í 40 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,71 að meðaltali í leik, Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 4,15 að meðaltali í 54 leikjum og Ástrós er með 3,59. Dagný Edda á hæsta leikinn 267, Linda Hrönn á 255 og Ástrós á 245. Dagný Edda á hæstu seríuna 720, Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum á 604 seríu og Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngunum og Ástrós Pétursdóttir eiga hæst 595. (Hér eru einungis taldir upp keppendur sem spilað hafa 21 leik eða meira og geta þar með unnið til einstaklingsverðlauna).

Sjá stöðuna eftir 20. umferð

Nú eru tvær umferðir eftir í kvennadeildinni. Í 21. umferð sem fer fram mánudaginn 28. apríl og þriðjudaginn 29. apríl tekur ÍA á móti ÍR-TT á Skaganum, ÍR-Buff tekur á móti KFR-Skutlunum í Egilshöllinni, en í Öskjuhlíð tekur ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum og ÍR-N og KFR-Afturgöngurnar, ÍR-BK og ÍR-SK mætast.  ÍFH-Elding situr hjá í 21. umferð. Sjá dagskrána í 1. deild kvenna

Seinni hluta keppnistímabilsins er spilað í olíuburðinum 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet.

Nýjustu fréttirnar