16. umferð 2. deildar fór fram í kvöld í Öskjuhlíðinni

Facebook
Twitter

Staðan í deildinni er óbreytt Broskarlar líklegir til að fara upp ásamt ÍR L en 2 umferðir eftir og 40 stig í pottinum og JP Kast því ennþá í séns á öðru sætinu fari allt á versta veg hjá Broskörlum. Sjá stöðuna í 2. deild karla

 

 16. umferð í 2.deildinni fór fram í kvöld í Öskjuhlíðinni

 
Á braut 1 og 2 áttust við JP Kast og ÍR A þar mættu bæði lið með þrjá spilara. JP Kast gerði sér lítið fyrir og vann alla þrjá leikina 616-581,646-623 og 578-552 1840-1756 eða 13-7.
Valgeir með hæstan leik og seríu 219 og 543.
 
Á braut 3 og 4 spiluðu Keila.is gegn ÍR L þar voru ÍR L í góðum gír tóku alla þrjá leikina 750-493,644-598 og 732-625 2126-1716 eða 18-2 sigur.
Ásgeir með hæstan leik 215 en Biggi með hæstu seríuna 564
 
Á braut 5 og 6 léku ÍR Blikk gegn ÍR T þar var í gangi hörkuspennandi leikur ÍR T vann fyrsta 668-623 en Blikk vann næstu tvo 655-648 og 631-576 heildin 1909-1892 eða 11,5 stig Blikkara gegna 8,5 ÍR T.
Brynjar með hæstan leik og seríu 194 og 519
 
Á braut 7 og 8 áttu ÍR Nas leik gegn Broskörlum þar byrjuðu Nas vel unnu fyrsta leikinn 679-677 en Broskarlar næstu tvo 649-609 og 674-668 heildin 2000-1956 eða 11-9.
Stebbi með hæstan leik og seríu 216 og 563.
 
Á braut 9 og 10 tókust á Þrestir og Naddóður þar byrjuðu liðsmenn Naddóðs vel 573-529, Þrestir tóku næsta 665-609 og síðasta 640-580 heildin 1834-1762 eða 12-8 Þröstum í vil. 
Jökull með hæstan leik og seríu 215 og 503
 
Staðan í deildinni er óbreytt Broskarlar líklegir til að fara upp ásamt ÍR L en 2 umferðir eftir og 40 stig í pottinum og JP Kast því ennþá í séns á öðru sætinu fari allt á versta veg hjá Broskörlum.
 
1.ÍR L 253
2.ÍR Broskarlar 210,5
3.KFR JP Kast 189,5
4.ÍR A 170,5
5.ÍR Blikk 168
6.KFR Þröstur 160,5
7.ÍR T 149
8.ÍR Keila.is 118
9.ÍR Nas 110,5
10.ÍR Naddóður 70,5
 

Nýjustu fréttirnar