Íslandsmót einstaklinga 50+ 2014

Facebook
Twitter

Dagana 12 – 14 apríl n.k. verður fyrsta Íslandsmót öldunga í keilu, 50 ára og eldri, haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Egilshöll.

Sjá auglýsingu fyrir mótið eða fara beint á skráningarsíðu

Íslandsmót öldunga í keilu, fyrir 50 ára og eldri, verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll og Keiluhöllinni Öskjuhlíð dagana 12. –  14. apríl.

Forkeppni fer fram helgina 12. –  13. apríl í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll og hefst keppni kl. 9:00.

Allir keppendur spila 12 leiki í forkeppninni, 6 leiki hvorn dag, annan daginn í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hinn daginn í Keiluhöllinni Egilshöll. Efstu 8 karlarnir og efstu 8 konurnar halda áfram í undanúrslit. Verð í forkeppni kr. 10.000,-

Undanúrslit – mánudaginn 14. apríl kl. 19:00 í Keiluhöllinni Egilshöll

Efstu 8 karlarnir og efstu 8 konurnar spila 7 leiki, allir við alla, einfalda umferð. Tveir efstu karlarnir og tvær efstu konurnar leika síðan til úrslita strax að loknum undanúrslitum. Verð í undanúrslit kr. 5.500,-


Úrslit – mánudaginn 14. apríl strax að loknum undanúrslitunum

Spiluð eru úrslit milli tveggja efstu manna/kvenna, sá/sú sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflisviðureignir telja sem skipt viðureign (1/2 stig á hvorn), ef enn er jafnt eftir 5 leiki þá ræður pinnafall. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari öldunga.


Olíuburður í mótinu er 2013 USBC Senior Masters

Sjá nánar í Reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 10. apríl kl. 22:00

Mótanefnd KLÍ

Ef aðsókn beggja kynja verður of lítil verður sameinað í einn flokk og fá þá konur 8 pinna í forgjöf.

 

Nýjustu fréttirnar