Barátta hörð á toppi 1. deildar kvenna

Facebook
Twitter

KFR-Valkyrjur eru komnar á toppinni á ný í 1. deild kvenna eftir keppni í 17. umferð deildarinnar sem fór fram í síðustu viku. KFR-Valkyrjur sóttu ÍR-SK heim í Öskjuhlíðina og unnu leikinn 18 – 2. ÍR-TT tók á móti KFR-Afturgöngunum í Egilshöllinni og fór viðureign þeirra 9 – 11. ÍR-Buff mætti ÍR-N í Öskjuhlíðinni og fór leikurinn 14 – 6. Staða efstu liða er því þannig að KFR-Valkyrjur eru eins og áður segir komnar í 1. sæti með 228.5 stig. ÍR-Buff er í 2. sæti með 225,5 stig og ÍR-TT er í 3. sæti með 223,5 stig, en þau lið eiga bæði eftir að sitja hjá. KFR-Afturgöngurnar koma síðan í 4. sæti með 219 stig.

Úrslit leikja í 17. umferð voru eftirfarandi:
ÍA – ÍFH-Elding 15 – 5
ÍR-SK – KFR-Valkyrjur 2 – 18
ÍR-N – ÍR-Buff 6 – 14
ÍR-BK – KFR-Skutlurnar 4 – 16
ÍR-TT – KFR-Afturgöngurnar 9 – 11

Hæstu seríur umferðarinnar spiluðu Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum 673, Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT 575 og Ástrós Pétursdóttir 544. KFR-Valkyrjur spiluðui hæstu seríuna 2.078, en ÍR-TT spilaði hæsta leikinn 739.

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 17. umferð:
1. KFR-Valkyrjur 228,5 (15)
2. ÍR-Buff 225,5 (16)
3. ÍR-TT 223,5 (16)
4. KFR-Afturgöngurnar 219 (15)
5. ÍR-BK 171,5 (16)
6. ÍR-N 144 (15)
7. KFR-Skutlurnar 123 (15)
8. ÍFH-Elding 116 (16)
9. ÍA 115 (15)
10. ÍR-KK 93,5 (15)
11. ÍR-SK 40,5 (16)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 172,28, KFR-Afturgöngurnar eru með 166,07, ÍR-Buff er með 166,91 og ÍR-TT er með 164,56. KFR-Valkyrjur eiga hæsta leik liðs 800 (11. umferð) og hæstu seríu liðs 2.263 (9. umferð).

Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar með 193,7 að meðaltali í 43 leikjum, Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 177,8 að meðaltali í leik í 45 leikjum og Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngunum er með 176,8 í 42 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT með 0,813 í 45 leikjum, Jóna Gunnarsdóttir KFR-Afturgöngunum er með 0,782 í 39 leikjum og Dagný Edda er með 0,779. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,93 að meðaltali í leik, Guðný er með 4,23 og Ástrós er með 3,60. Dagný Edda á hæsta leikinn 267, Linda Hrönn á 255 og Ástrós á 245. Dagný Edda á hæstu seríuna 720, Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum á 604 seríu og Ragna Matthíasdóttir og Ástrós Pétursdóttir eiga hæst 595. (Hér eru einungis taldir upp keppendur sem spilað hafa 21 leik eða meira og geta þar með unnið til einstaklingsverðlauna).

Sjá stöðuna eftir 17. umferð

Nú verður gert hlé á keppni í deildinni næstu tvær vikur vegna keppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf, bikarkeppni, Íslandsmóts félaga og keppi í deildarbikar. Í 18. umferð 1. deildar kvenna sem fer fram þriðjudaginn 25. mars verða þrír leikir í Öskjuhlíð. KFR-Afturgöngurnar og ÍR-SK mætast, KFR-Skutlurnar taka á móti ÍA og ÍFH-Elding og ÍR-N mætast. Í Egilshöllinni taka KFR-Valkyrjur á móti ÍR-BK og ÍR-Buff tekur á móti ÍR-KK. ÍR-TT situr hjá í 18. umferð. Sjá dagskrána í 1. deild kvenna

Seinni hluta keppnistímabilsins er spilað í olíuburðinum 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet.

Nýjustu fréttirnar