ÍA deildarmeistarar á Íslandsmót unglingaliða 2014

Facebook
Twitter

Lið ÍA 1 tryggði sér Deildarmeistaratitilinn á Í Íslandsmóti unglingaliða annað árið í röð þegar keppni í 5. umferð fór fram í Keiluhöllinni í Öskuhlíð, laugardaginn 1. mars s.l.  Lið ÍA 1 endaði í efsta sæti keppninnar með 34 stig, ÍR 1 varð í 2. sæti með 31 stig, KFR 1 varð í 3. sæti með 20 stig, ÍR 2 varð í 4. sæti með 9 stig og ÍA 2 varð í 5. sæti með 6 stig.  Efstu fjögur liðin keppa síðan til úrslita sem fara fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 29. mars n.k. Erlingur Sigvaldason ÍR spilaði hæsta leik umferðarinnar 209, en Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR spilaði 203 og 199. Sjá stöðuna og skor umferðar

Á Íslandsmóti unglingaliða eru spilaðar 5. umferðir á keppnistímabilinu og síðan keppa fjögur efstu liðin til úrslita. Keppt er í þriggja manna liðum og þátttökurétt hafa unglingar sem eru félagar í keilufélagi og eru í 5. – 10. bekk grunnskóla. Að þessu sinni eru fimm lið skráð til leiks, tvö lið frá ÍA, tvö lið frá ÍR og eitt lið frá KFR. Í hverri umferð er spiluð einföld umferð allir við alla, eða 4 leikir. Efsta liðið að loknum þessum 5 umferðum hlýtur titilinn Deildarmeistari unglingaliða, en efstu fjögur liðin keppa síðan til úrslita þar sem  liðið í 1. sæti keppir við liðið í 4. sæti og liðið í 2. sæti keppir við liðið í 3. sæti og það lið sem fyrr vinnur tvo leiki keppir til úrslita. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki í úrslitunum sigrar og hlýtur nafnbótina „Íslandsmeistari unglingaliða.“

Sjá nánar um Íslandsmót unglingaliða og dagskrá unglingamóta í vetur.

Nýjustu fréttirnar