13. umferð 2. deild karla

Facebook
Twitter

13. umferð í 2. deild karla fór fram í kvöld. ÍR L komið með annan fótinn í fyrstu deild á toppnum með 200 stig. Sjá stöðuna í 2. deild karla

Toppliðin áttust við á braut 1 og 2 ÍR-L áttu ekki í teljandi vandræðum með fyrsta leikinn unnu 688-617. Broskarlar tóku annan leikinn 710-681 og einnig þriðja 673-665 þar sem úrslitin réðust í 10 ramma. Heildin 2034 hjá ÍR L gegn 2000 hjá Broskörlum eða 11-9.
Biggi hæstur með 222 og 591 
 
Á braut 3 og 4 áttustu við Þrestir og Blikkarar þar sem Blikkarar voru á góðu skriði í fyrstu 2 leikjunum 681-639 og 689-639 seinasti leikurinn var hins vegar Þrastanna og sóttu þeir verulega á heildina 731-653. Heildin 2023 Blikkarar gegn 2009 hjá Þröstum eða 14-6.
Bjarni með hæstan leik og seríu 220 og 600
 
Á braut 5 og 6 spiluðu JP Kast og Keila.is þar sem JP-kast átti ekki í teljandi vandræðum með að landa sigri 615-609 spennandi fyrsti leikur 654-579 og 671-621 heildin 1940-1809 eða 16-4.
Konni með hæstan leik og seríu 215 og 584.
 
Í Egilshöll fóru fram 2 leikir
 
Á braut 5 og 6 áttust við ÍR A og ÍR Nas. Þar mættu ÍR A 3 til leiks en byrjuðu á að vinna fyrstu tvo leikina 684-610 og 619-612 ÍR Nas tók síðasta leikinn 648-591. Heildin fór 1892-1870 ÍR A í vil en ÍR Nas vann leikinn 11-9
Hlynur með hæstan leik og seríu 245 og 597.
 
Á braut 7 og 8 léku ÍR T gegn Naddóði sá leikur endaði 15-5 fyrir ÍR T
 
Þetta þýðir að JP Kast og ÍR A skiptast á sætum annað er óbreytt mikil keppni um hverjir taka annað sætið og komast upp um deild
 
1.ÍR L 200
2.ÍR Broskarlar 166,5
3.KFR JP Kast 151,5
4.ÍR A 149,5
5.ÍR Blikk 137,5
6.KFR Þröstur 125,5
7.ÍR T 118,5
8.ÍR Keila.is 101
9.ÍR Nas 96,5
10.ÍR Naddóður 53,5

Sjá stöðuna í 2. deild karla

Nýjustu fréttirnar