14. umferð 1. deildar kvenna

Facebook
Twitter

Eftir keppni í 14. umferð 1. deildar kvenna hafa KFR-Afturgöngurnar tekið efsta sæti deildarinnar á nýjan leik. Afturgöngurnar tóku 16,5 stig á móti 3,5 hjá KFR-Skutlunum, ÍR-TT vann 17 – 3 útisigur á ÍFH-Eldingu og ÍR-Buff vann heimasigur á ÍR-SK 19 – 1. KFR-Valkyrjur sem hafa verið í efsta sætinu síðustu umferðirnar sátu hins vegar hjá í þessari umferð. Keppnin um efsta sætið er þó ennþá jöfn og spennandi. KFR-Afturgöngurnar eru í 1. sæti með 194 stig, einu stigi meira en KFR-Valkyrjur sem eru nú í 2. sæti með 193 stig. ÍR-TT er í 3. sæti með 190 stig og ÍR-Buff kemur síðan í 4. sæti með 177,5 stig.

Úrslit annarra leikja umferðarinnar voru þau ÍR-BK vann ÍR-KK 14 – 6 og ÍR-N vann ÍA 13 – 7.

Úrslit leikja í 14. umferð voru eftirfarandi:
KFR-Skutlurnar – KFR-Afturgöngurnar 3,5 – 16,5
ÍFH-Elding – ÍR-TT 3 – 17
ÍR-KK – ÍR-BK 6 – 14
ÍR-N – ÍA 13 – 7
ÍR-Buff – ÍR-SK 19 – 1

Hæstu seríur umferðarinnar spiluðu Harpa Sif Jóhannsdóttir KFR-Afturgöngunum 551, Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT 538, Sigríður Klemensdóttir ÍR-TT 525 og Karitas Róbertsdóttir ÍR-N 523. KFR-Afturgöngurnar spiluðu hæstu seríuna 1.998 og hæsta leikinn 762.

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 14. umferð:
1. KFR-Afturgöngurnar 194 (13)
2. KFR-Valkyrjur 193 (12)
3. ÍR-TT 190 (13)
4. ÍR-Buff 177,5 (13)
5. ÍR-BK 150,5 (13)
6. ÍR-N 126 (13)
7. ÍFH-Elding 99 (13)
8. KFR-Skutlurnar 84 (11)
9. ÍR-KK 82,5 (13)
10. ÍA 80 (12)
11. ÍR-SK 23,5 (13)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 172,75, , KFR-Afturgöngurnar eru með 165,26, ÍR-Buff er með 165,19, og ÍR-TT er með 164,04. KFR-Valkyrjur eiga hæsta leik liðs 800 (11. umferð) og hæstu seríu liðs 2.263 (9. umferð).

Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar með 190,3 að meðaltali í 34 leikjum. Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með 187,33 að meðaltali í leik í 15 leikjum og Alda Harðardóttir KFR-Valkyrjum er með 178,4 í 15 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Elín er með 0,867 í 15 leikjum, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 0,821 í 39 leikjum og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR-Valkyrjum er með 0,806 í 36 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,79 að meðaltali í leik, Elín er með 4,27 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 4,18 í 39 leikjum. Dagný Edda á hæsta leik deildarinnar 267, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT á 255 og Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff á 245. Dagný Edda á hæstu seríuna 720, Elín kemur næst 100 pinnum á eftir með 620 og þriðja er Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum með 604 seríu.

Sjá stöðuna eftir 14. umferð

Nú tekur við tveggja vikna hlé á keppni í deildinni. Í næstu viku fara fram 8 liða úrslita Bikarkeppni liða og 3. umferð Deildarbikars liða og í dagana 7. – 10. febrúar fer fram keppni á Íslandsmóti einstaklinga. Í 15. umferð í 1. deild kvenna sem fer fram sunnudaginn 16. og þriðjudaginn 18. febrúar tekur ÍA á móti ÍR-KK á Skaganum. Í Öskjuhlíðinni tekur ÍR-BK á móti ÍR-Buff, ÍR-SK og ÍFH-Elding mætast og KFR-Afturgöngurnar taka á móti KFR-Valkyrjum. Í Egilshöllinni tekur ÍR-TT á móti KFR-Skutlunum. ÍR-N situr hjá í 15. umferð. Sjá dagskrána í 1. deild kvenna

Seinni hluta keppnistímabilsins er spilað í olíuburðinum 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet.

Nýjustu fréttirnar