10. umferð 2. deildar karla

Facebook
Twitter

Keppni í 10. umferð 2. deildar karla fór fram í kvöld mánudaginn 13. janúar. ÍR-L er í 1. sæti með 152 stig, ÍR-Broskarlar eru í 2. sæti með 142,5 stig og ÍR-A er í 3. sæti með 119,5 stig. Sjá stöðuna í deildinni eftir 10. umferð 

10. umferð í 2. deild var spiluð í kvöld. Toppbarátta þar sem liðin í 1 og 3ja sæti áttust við og liðin í 2 og 4 sæti.

Á braut 1 og 2 áttust við Broskarlar og JP Kast sem mættu þrír til leiks. Broskarlar áttu ekki í teljandi vandræðum í kvöld 767-681 713-646 og 688-657 þó voru nokkrir innbyrðis leikir spennandi fram í 10 ramma. Broskarlar höfðu 16,5 stig gegn 3,5. 2168-1984
Hannes með 236 og 607 seríu 
 
ÍR L og ÍR A áttust við á braut þrjú og fjögur ÍR A með þrjá leikmenn áttu ekkert svar við frábærum leik ÍR L sem er algerlega óstöðvandi um þessar mundir, 
823-672,704-575 og 731-655 niðurstaðan 19-1 2258 gegn 1902.
Birgir með 247 og 640 seríu. 
 
ÍR Nas og Keila.is botnbarátta þar á bæ spennandi þrír leikir þar sem ÍR Nas byrjaði á að vinna 631-611 tapa næsta 608-636 en klára þriðja leikinn 626-575 og höfðu 13-7 sigur 1865-1822 og þar af leiðandi sætaskipti við Keilu.is í deildinni.
Jafet með hæstan leik og seríu 192 og 521
 
Naddóður og Blikk áttust síðan við á braut 7 og 8 þar sem Blikkarar fóru með nokkuð auðveld stig unnu alla þrjá leikina 680-502,670-548 og 637-594. 17-3 eða 1987-1644.
Ólafur með 480 seríu en Heiðar hæstan leik 202.
 
Í Egilshöll var svo einn leikur þar sem Þrestir höfðu 13-7 sigur á ÍR T og höfðu sætaskipti í deildeinni.
 
2 efstu lið deildarinnar náðu með sigrunum í kvöld að slíta sig aðeins frá þeim sem á eftir koma en það er nóg eftir af deildinni. Næstu leikir verða þann 27.janúar þar sem ÍR L tekur á móti Naddóði og Broskarlar eiga leik við Þrestina.
 
1.ÍR L 152
2.ÍR Broskarlar 142,5
3.ÍR A 119,5
4.KFR JP Kast 107
5.ÍR Blikk 102,5
6.KFR Þröstur 92,5
7.ÍR T 89,5
8.ÍR Nas 76
9.ÍR Keila.is 73
10.ÍR Naddóður 45,5

Nýjustu fréttirnar