Íslandsmót einstaklinga 2014

Facebook
Twitter

 Keppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu 2014 fer fram dagana 8. – 11. febrúar n.k. í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll. Skráning er á netinu  og lýkur fimmtudaginn 6. febrúar n.k. Sjá nánar í auglýsingu. Í forkeppninni þarf að spila bæði í Öskjuhlíð og Egilshöll, en keppni í milliriðli, undanúrslitum og úrslitum fer fram í Egilshöllinni. Bæði verður keppt í stuttum olíuburði WTBA Beijing (35′) og löngum olíuburði WTBA Athens (40′) . 

Í forkeppninni eru spilaðir 6 leikir í stuttum olíuburði í Öskjuhlíð og 6 leikir í löngum olíuburði í Egilshöll. Í keppni í milliriðli, undanúrslitum og úrslitum verður keppt í Egilshöllinni og spilað á löngum olíuburði á vinstri braut og stuttum olíuburði á hægri braut. Í milliriðli spila efstu 16 karlarnir og efstu 12 konurnar 6 leiki og komast 8 efstu karlarnir og efstu 8 konurnar áfram í undanúrslit þar sem spiluð er einföld umferð allir við alla. Efstu 2 keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga. Skráning er á netinu  og lýkur fimmtudaginn 6. febrúar n.k. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga

Hafþór Harðarson ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu 2013. Sjá upplýsingar um Íslandsmót einstaklinga í keilu

 

Nýjustu fréttirnar