11. umferð 1. deildar kvenna

Facebook
Twitter

Röð efstu liða í 1. deild kvenna er óbreytt eftir 11. umferðina á Íslandsmóti liða. KFR-Valkyrjur eru nú með 154,5 stig í efsta sæti og hafa 2 stiga forystu á ÍR-TT sem heldur 2. sætinu með 152,5 stig. KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 147,5 stig og ÍR-Buff er í 4. sæti með 136,5 stig. Sjá stöðuna eftir 11. umferð

Í 11. umferð tók ÍA á móti ÍR-SK á Skaganum og unnu stórsigur 20 – 0 og náðu þar með að vinna sig upp um eitt sæti. ÍR-N tók á móti ÍR-TT í Öskjuhlíðinni og tóku 7 stig af gestunum og unnu síðasta leikinn og komu þannig í veg fyrir að ÍR-TT næði efsta sæti deildarinnar á nýjan leik. ÍR-KK mætti KFR-Afturgöngunum og náðu 4 stigum. Leikur ÍFH-Eldingar og KFR-Skutlanna fór 7 – 13. Í Egilshöllinni mættust ÍR-Buff og KFR-Valkyrjur í jöfnum leik sem fór 10,5 á móti 9,5.  ÍR-BK sat hjá í þessari umferð og nú er keppni í deildinni hálfnuð. Í seinni hluta keppnistímabilsins verður spilað í öðrum olíuburði, 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet.

Úrslit leikja í 11. umferð voru eftirfarandi:
ÍA- ÍR-SK 20 – 0
ÍR-N – ÍR-TT 7 – 13
ÍR-KK – KFR-Afturgöngurnar 4 – 16
ÍFH-Elding – KFR-Skutlurnar 7 – 13
ÍR-Buff – KFR-Valkyrjur 10,5 – 9,5

Helstu afrek umferðarinnar voru að Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR-Buff spilaði hæsta leik umferðarinnar 242, Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff spilaði hæstu seríuna 595, Guðrún Soffía spilaði 571 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT. ÍR-Buff spilaði 2.170, en KFR-Valkyrjur spiluðu 2.154 og KFR-Valkyrjur spiluðu hæsta leik vetrarins 800.

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 11. umferð:
1. KFR-Valkyrjur 154,5 (10)
2. ÍR-TT 152,5 (10)
3. KFR-Afturgöngurnar 147,5 (10)
4. ÍR-Buff 136,5 (10)
5. ÍR-BK 108,5 (10)
6. ÍFH-Elding 90,5 (10)
7. ÍR-N 89,0 (10)
8. KFR-Skutlurnar 80,5 (10)
9. ÍA 67 (10)
10. ÍR-KK 57 (10)
11. ÍR-SK 16,5 (10)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 173,22, ÍR-TT eru með 165,21 og KFR-Afturgöngurnar eru með 164,94 og ÍR-Buff er komið með 164,53. KFR-Valkyrjur eiga nú hæsta leik liðs 800 (11. umferð) og KFR-Valkyrjur eiga hæstu seríu liðs 2.263 (9. umferð).

Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar með 191,0 að meðaltali í 28 leikjum. Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með 187,33 að meðaltali í leik í 15 leikjum og Alda Harðardóttir KFR-Valkyrjum er með 181,2 í 9 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Elín er með 0,867 í 15 leikjum, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 0,833 í 30 leikjum og Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 0,817 að meðaltali í 30 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,93 að meðaltali í leik, Guðný Gunnarsdóttir er með 4,40 og Elín er með 4,27. Dagný Edda á hæsta leik deildarinnar 267, Linda Hrönn á 255 og Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff á 245. Dagný Edda á hæstu seríuna 720, Elín kemur næst með 620 og þriðja er Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum með 604 seríu.

Sjá stöðuna eftir 11. umferð

Í 12. umferð sem fer fram sunnudaginn 12. janúar og þriðjudaginn 14. janúar 2014 tekur ÍA á móti ÍR-BK á Skaganum. Í Öskjuhlíðinni mætast ÍR-N og ÍR-SK, ÍR-KK tekur á móti ÍR-TT. Í Egilshöllinni er svo stórleikur umferðarinnar þegar ÍR-Buff tekur á móti KFR-Afturgöngunum. KFR-Skutlurnar sitja hjá í 12. umferð og þar með hefst seinni hluti keppnistímabilsins í 1. deild kvenna.

Sjá dagskrána í 1. deild kvenna

Nýjustu fréttirnar