Meðaltal 31. desember 2013

Facebook
Twitter

Birt hefur verið allsherjarmeðaltal miðað við 31. desember 2013

Hafþór Harðarson ÍR heldur stöðu sinni á meðaltalslistanum með 214 pinna að meðaltali í leik og spilaði 219,63 að meðaltali í leik í síðasta mánuði. Dagný Edda Þórisdóttir KFR er nú efst kvenna á listanum með 192 pinna að meðaltali í leik og spilaði 217,42 að meðaltali í leik í síðasta mánuði.

Magnús Magnússon ÍR kemur næstur á listanum yfir karlana með 209 að meðaltali í leik og Arnar Sæbergsson ÍR er þriðji með 208 að meðaltali. Hjá konunum er Alda Harðardóttir KFR nú komin í 2. sætið með 190 að meðaltali og síðan kemur Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 189 pinna að meðaltali í leik.

Til meðaltals teljast síðustu 100 leikir fyrir mánaðamót fyrir útreikning meðaltals. Einnig eru birt mánaðar-, vetrar- og ársmeðaltöl keppanda.. Vetrarmeðaltal er reiknað útfrá leikjum á tímabilinu 1. júní til 31. maí. Þá kemur einnig fram hve langt er síðan síðasti leikur leikmanns sem taldi til meðaltals var leikinn, í dálkinum „Óvirkir mán.“ Hægt er að skoða þróun meðaltals og hvaða leikir teljast til síðustu 100 leikja undir Tölfræði og leikmenn

Nýjustu fréttirnar