Bikarkeppni KLÍ 16 liða úrslit karla

Facebook
Twitter

16 liða úrslit karla í Bikarkeppni liða fóru fram mánudaginn 16. desember. Í Öskjuhlíðinni vann ÍA ÍR-Broskarla 3 – 0, KR-D vann ÍR-Gaura 3 – 1, ÍR-Keila.is vann KFR-Þresti 3 – 1 og ÍR-KLS vann KFR-JP-kast 3 – 1. Á Skaganum unnu KFR-Lærlingar  ÍA-B 3 – 0, en í Egilshöllinni vann KR-B ÍR-Fagmenn 3 – 1, ÍR-PLS vann KFR-Stormsveitina 3 – 0 og ÍA-W vann KR-C 3 – 1. Sjá nánar Bikarkeppni liða

Umfjöllun um leiki í Öskjuhlíð frá Hannesi Jóni:
Á braut 1 og 2 áttust við ÍR-Broskarlar og ÍA fyrsti leikurinn var jafn og spennandi skagamenn höfðu sigur 706-702 þeir kláruðu svo næstu tvo leiki með sóma 731-636 og 724-670 Broskallar þar með úr leik í bikarnum. Guðmundur Sigurðsson ÍA með hæsta leik upp á 237.
ÍA áfram
 
Braut 3 og 4 þar mættust KR-D og ÍR-Gaurar í spennandi rimmu, vægast sagt. Gaurarnir byrjuðu vel og kláruðu fyrsta leik 645-590 Kr rifu sig upp í næstu 2 leikjum og unnu góða sigra 774-661 og 742-620 síðasti leikurinn kláraðist í 10 ramma þar sem gaurar réðu ekki við pressuna opnuðu allir og KR sigraði 677-654. Hæsti leikur Ársæll Björgvinsson í KR-D með 224.
KR-D áfram
 
Braut 5 og 6 ÍR-Keila.is gegn KFR Þröstum. Keila.is byrjaði vel og vann fyrsta leikinn 689-619 Þrestir svöruðu fyrir sig í leik 2 tóku 740-589 þriðji leikurinn var sínu jafnastur en Keila.is kláraði 681-664 Keila.is sýndi svo góða takta í 4 leik og vann 719-625. Hafsteinn Júlíusson ÍR-Keila.is með 211 hæstan leik.
KEILA.IS áfram

Braut 7 og 8 þar áttust við KFR-JP-Kast og ÍR KLS. 1.leikur var spennandi og endaði með því að JP Kast unnu 698-680 annar leikurinn var ekki eins spennandi og kláraði KLS hann örugglega með 747-632 Þriðji leikurinn var í járnum fram á síðustu ramma en KLS höfðu sigur 725-711 þeir kláruðu síðan 4.leikinn nokkuð örugglega 774-657. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS með hæstan leik upp á 248.
ÍR-KLS áfram

Dregið verður í 8 liða úrslit karla og kvenna í Bikarkeppni liða áður en keppni hefst í 3. umferð Deildarbikars liða í Egilshöllinni þriðjudaginn 17. desember n.k. 8 liða úrslitin fara síðan fram mánudaginn 3. febrúar 2014.

Olíuburður í Bikarkeppni liða er * 2011 USBC Open Championships – Reno

Nýjustu fréttirnar