Íslandsmót liða 1. deild kvenna – 10. umferð

Facebook
Twitter

Röð efstu liða í 1. deild kvenna er óbreytt eftir 10. umferðina þegar við tekur jólafrí til 5. janúar. KFR-Valkyrjur auka aðeins forystu sína á toppnum og eru nú með 145 stig eftir 20 – 0 sigur á ÍR-KK. Þær hafa nú 5,5 stiga forskot á ÍR-TT sem er í 2. sæti með 139,5 stig. KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 131,5 stig og ÍR-Buff er í 4. sæti með 126 stig. Sjá stöðuna eftir 10. umferð

Í 10. umferð tóku KFR-Skutlurnar á móti ÍR-Buff í Öskjuhlíðinni og máttu sætta sig við 2 – 18 tap á móti gestunum. KFR-Afturgöngurnar unnu stórsigur á ÍR-N 19 – 1 og ÍR-SK tók einnig eitt stig á móti ÍR-BK 1 – 19. Í Egilshöllinni tóku KFR-Valkyrjur á móti ÍR-KK og unnu 20 – 0 og ÍR-TT tók á móti ÍA og fór viðureign þeirra 18 – 2. ÍFH-Elding sat hjá í þessari umferð og nú á einungis lið ÍR-BK eftir að sitja hjá í fyrri helmingi deildarinnar.

Úrslit leikja í 10. umferð voru eftirfarandi:
KFR-Skutlurnar – ÍR-Buff 2 – 18
KFR-Afturgöngurnar – ÍR-N 19 – 1
ÍR-SK – ÍR-BK 1 – 19
KFR-Valkyrjur – ÍR-KK 20 – 0
ÍR-TT – ÍA 18 – 2

Helstu afrek umferðarinnar voru að Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði hæsta leik umferðarinnar 255, Dagný Edda Þórisdóttir spilaði hæstu seríuna 621, Hafdís Pála Jónasdóttir spilaði 583 og Alda Harðardóttir 575 og lið þeirra KFR-Valkyrjur spiluðu 2.248, en ÍR-Buff spilaði hæsta leik vetrarins 779.

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 10. umferð:
1. KFR-Valkyrjur 145 (9)
2. ÍR-TT 139,5 (9)
3. KFR-Afturgöngurnar 131,5 (9)
4. ÍR-Buff 126 (9)
5. ÍR-BK 108,5 (10)
6. ÍFH-Elding 83,5 (9)
7. ÍR-N 82 (9)
8. KFR-Skutlurnar 67,5 (9)
9. ÍR-KK 53 (9)
10. ÍA 47 (9)
11. ÍR-SK 16,5 (9)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 172,52, ÍR-TT eru með 165,56 og KFR-Afturgöngurnar eru með 165,53. ÍR-Buff á hæsta leik liðs 779 (10. umferð), en KFR-Valkyrjur eiga hæstu seríu liðs 2.263 (9. umferð).

Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar með 191,5 að meðaltali í 25 leikjum. Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með 187,33 að meðaltali í leik í 15 leikjum og Alda Harðardóttir KFR-Valkyrjum er lmeð 178,5 í 6 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Elín er með 0,867 í 15 leikjum, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 0,815 í 27 leikjum og Ásdís Ósk Smáradóttir ÍR-Buff er með 0,800 að meðaltali í 5 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 5,04 að meðaltali í leik, Elín er með 4,27 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 4,19. Dagný Edda á hæsta leik deildarinnar 267, Linda Hrönn á 255 og Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff á 245. Dagný Edda á hæstu seríuna 720, Elín kemur næst með 620 og þriðja er Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum með 604 seríu.

Sjá stöðuna eftir 10. umferð

Í 11. umferð sem fer fram sunnudaginn 5. janúar og þriðjudaginn 7. janúar 2014 tekur ÍA á móti  ÍR-SK á Skaganum. Í Öskjuhlíðinni tekur ÍR-N á móti ÍR-TT og ÍR-KK og KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-Elding og KFR-Skutlurnar eigast þar við. Í Egilshöllinni er hins vegar toppleikur umferðarinnar þar sem ÍR-Buff og KFR-Valkyrjur mætast. ÍR-BK situr hjá í 11. umferð og þar með lýkur fyrri helmingi keppnistímabilsins í 1. deild kvenna.

Nýjustu fréttirnar