Theódóra Ólafsdóttir lýkur 3. stigi þjálfara ETBF

Facebook
Twitter

Theódóra Ólafsdóttir lauk í október s.l. 3. stigs námskeiði fyrir keiluþjálfara á vegum Evrópska keilusambandsins, ETBF Level III Coaching Clinic, sem er jafnframt æðsta stig keiluþjálfara innan ETBF. Námskeiðið var haldið í þjálfunarbúðum ETBF (ETBF Official Training and Development Center) í Kuortane í Finnlandi dagana 30. september – 5. október s.l. Meðal leiðbeinenda á námskeiðinu voru Piritta Maja (áður Kantola) og Juha Maja.
 

Að sögn Theódóru var þjálfaranámið í alla staði mjög gott, en erfitt, langir dagar og mikið efni sem farið var yfir.  Þetta stig nýtist best þeim þjálfurum best sem eru búnir að vera að þjálfa lengi og hafa mikla þekkingu á íþróttinni. Farið er mjög ítarlega í allt sem við kemur þjálfun á afreksfólki. Mikið var farið í „advanced bowling technique“, brautir, kúlumál, líkmsþjálfun, æfingar, matarræði, íþróttasálfræði og allt sem viðkemur keilukennslu. Bara svo eitthvað sé nefnt.
 
Theódóra telur að sá þjálfari sem er búinn með stig I og II frá ETBF eða sambærilegt (samþykkt), eða sá sem ætlar að gera þetta að atvinnu verði að taka þetta stig til að fá heildarmyndina og hún mælir hiklaust með þessu. Kostnaður við námskeiðið er mikill og Theódóra tók fram að hún stæði í mikill þakkarskuld við alla þá aðila sem styrktu hana sem voru ÍSÍ, ÍBR, KLÍ og KFR. Var Theódóra enn af 60 þjálfurum sem sóttu um þjálfarastyrk hjá ÍSÍ, en aðeins 11 fengu úthlutun að þessu sinni og er það mikil viðurkenning fyrir keiluna.

Theódóra sótti einnig þjálfararáðstefnu ETBF sem haldin var í Kuortane 27. – 29. september og sagði að ráðstefnan hefði verið mjög málefnaleg og margir sem komu þar fram bæði frá Evrópu og frá USA. Taldi hún þetta vera flottan vettvang til að heyra frá öllum hinum hvað sé um að vera í heiminum varðandi keiluþjálfun. 

Sjá nánar í frétt á heimasíðu ETBF og fylgist með á Facebook síðu sambandsins

Nýjustu fréttirnar