NMU 2013 – Liðakeppni seinni dagur

Facebook
Twitter

Íslensku liðin enduðu bæði í 5. sæti í liðakeppninni á Norðurlandamóti 23 ára og yngri eftir seinni helming liðakeppninnar sem fram fór í morgun.

Svíar sigruðu í piltaflokki með 5.085 pinna, Finnar gáfu eftir á endasprettinum og urðu í 2. sæti með 4.909, Danir héldu 3. sætinu með 4.830, Norðmenn voru í 4. sæti með 4.472 og Ísland varð í 5. sæti með 4.381. Sjá stöðuna í liðakeppni pilta

 

Dæmið snerist hins vegar við í stúlknaflokki þar sem Finnar tryggðu sér sigurinn með 4.809 pinna, Svíar urðu í 2. sæti með 4.772 pinna, Danir komust upp í 3. sætið með 4.428 pinna, Norðmenn urðu í 4. sæti með 4.326 pinna og Ísland endaði í 5. sæti með 4.012 pinna. Sjá stöðuna í liðakeppni stúlkna

Nýjustu fréttirnar