NMU 2013 – Einstaklingskeppni

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson KFR tryggði sér í morgun silfurverðlaun á Norðurlandamóti ungmenna sem nú fer fram í Malmö í Svíþjóð. Jesper Svensson Svíþjóð tryggði sér gullverðlaunin með 1.413 eða 235 pinna að meðaltali í 6 leikjum. Arnar Davíð spilaði 1.315 eða 219,17 að meðaltali og Finninn Tony Ranta varð í 3. sæti með 1.305 eða 217,5 að meðaltali. Sjá úrslit einstaklingskeppni pilta

Andrea E. Hansen Noregi vann í stúlknaflokki með 1.330 eða 221,67 að meðalali í 6 leikjum, Pernille W. Rasmussen Danmörku varð í 2. sæti með 1.299 eða 216,5 að meðaltali og Ida Anderson Svíþjóð varð í 3. sæti með 1.227 eða 204,5 að meðaltali. Sjá úrslit einstaklingskeppni stúlkna

Skúli Freyr Sigurðsson ÍA varð í 11. sæti með 1.207 eða 201.7 að meðaltali í 6 leikjum, Einar Sigurður Sigurðsson ÍR var í 16. sæti með 1.134 með 189 að meðaltali í leik og Guðlaugur Valgeirsson endaði í 20. sæti með 1.042 eða 173,67 að meðaltali. Sjá úrslit einstaklingskeppni pilta

Ástrós Pétursdóttir ÍR náði bestum árangri íslensku stúlknanna og varð í 12. sæti með 1.085 eða 180,83 að meðaltali í 6 leikjum. Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR hafnaði í 18 sæti með 1.028 eða 171,33 að meðaltali, Hafdís Pála Jónasdóttir var í 19. sæti með 1.020 eða 170 að meðaltali og Bergþóra Rós Ólafsdóttir endaði í 20. sæti með 863 pinna eða 143,83 að meðaltali. Sjá úrslit einstaklingskeppni stúlkna

Sjá einnig fréttir á heimasíðu Sænska keilusambandsins

Nýjustu fréttirnar