Sjóvá bikarinn 2013

Facebook
Twitter

Sjóvá mótið bikarkeppni einstaklinga í keilu 2013 verður haldin í Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 11. – 16. nóvember n.k.

Bikarkeppnin sem nú er haldin í 25. sinn undir merkjum Sjóvá verður nú haldin með breyttu sniði frá fyrra ári. Allir þátttakendur þurfa að skrá sig í mótið og síðan verður dregið í allar umferðir þar til einn stendur upp sem sigurvegari í karla- og kvennaflokki.

Spiluð verður þriggja leikja sería í hverri umferð í karla- og kvennaflokki. Olíuburður verður Kegel High Street 44 fet og verða brautir olíubornar í byrjun hvers dags, en ekki á milli umferða þegar fleiri en ein umferð er spiluð á sama degi. Skráning í mótið fer fram á netinu og lýkur sunnudaginn 10. nóvember kl. 22:00. Þátttökugjald fyrir hverja umferð er 2.500.- kr.  Niðurröðun í riðla og tímasetningu má sjá á heimasíðu keiludeildar ÍR þegar skráningu er lokið. Sjá nánar í auglýsingu

Mótanefnd ÍR.

Ástrós Pétursdóttir ÍR og Hafþór Harðarson ÍR voru Bikarmeistarar Sjóvá 2012

Nýjustu fréttirnar