Staðan í 1. deild kvenna

Facebook
Twitter

Að loknum 5. umferðum í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða eru Íslandsmeistararnir í ÍR-TT komnir með nokkra forystu í efsta sæti deildarinnar með 81,5 stig. ÍR-BK heldur 2. sætinu með 62 stig og tvö stig á ÍR-Buff sem er komið í 3. sætið með 60 stig. Bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur koma síðan í 4. sæti með 56 stig og eiga einn leik til góða eins og  ÍR-N sem eru komnar í 5. sæti með 51 stig. Sjá stöðuna í deildinni

Í 5. umferð tók ÍA á móti ÍR-Buff í Keilusalnum á Akranesi og máttu sætta sig við 4 stig á móti 16 stigum gestanna. ÍR-TT vann KFR-Valkyrjur 13.5 í heimaleik í Egilshöllinni en í Öskjuhlíðinni unnu KFR-Skutlurnar ÍR-SK 17 – 3, ÍR-BK tók 8 stig á móti 12 hjá ÍFH-Eldingu og ÍR-N vann ÍR-KK 13 – 7. KFR-Afturgöngurnar sátu hjá í umferðinni.

Úrslit leikja í 5. umferð sem fór fram sunnudaginn 20. og þriðjudaginn 22. október voru eftirfarandi:
ÍA – ÍR-Buff 4 – 16
ÍR-TT – KFR-Valkyrjur 13,5 – 6,5
ÍR-SK – KFR-Skutlurnar 3 – 17
ÍR-BK – ÍFH-Elding 8 – 12
ÍR-N – ÍR-KK 13 – 7

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 5. umferð:
1. ÍR-TT 81,5 (5)
2. ÍR-BK 62 (5)
3. ÍR-Buff 60 (5)
4. KFR-Valkyrjur 56 (4)
5. ÍR-N 51 (4)
6 KFR-Afturgöngurnar 47,5 (4)
7. ÍR-KK 41 (5)
8. ÍFH-Elding 40,5 (5)
9. ÍA 24 (4)
10. KFR-Skutlurnar 23 (4)
11. ÍR-SK 13,5 (5)
(fjöldi leikja í sviga)

Sjá nánar stöðuna í deildinni

Í 6. umferð sem fer fram þriðjudaginn 29. október tekur ÍR-Buff á móti ÍR-N í Egilshöllinni og KFR-Valkyrjur mæta ÍR-SK. Í Öskjuhlíðinni tekur ÍFH-Elding á móti ÍA, KFR-Skutlurnar mæta ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar taka á móti ÍR-TT. ÍR-KK situr hjá í 6. umferð.

Nýjustu fréttirnar