AMF World Cup – Úrslit 1. umferðar

Facebook
Twitter

Magnús Magnússon ÍR bar sigur úr býtum í úrslitum 1. umferðar AMF mótaraðarinnar sem fór fram í Egilshöllinni sunnudaginn 20. október. Magnús sem var síðastur inn í úrslitin spilaði 2.008 í 9 leikjum eða 223,11 að meðaltali, vann 7 leiki og fékk 140 bónusstig og endaði því með samtals 2.148. Hafþór Harðarson ÍR varð í 2. sæti 15 pinnum á eftir Magnúsi með 2.133 pinna og 120 bónusstig eða samtals 2.133. Guðný Gunnarsdóttir ÍR spilaði 1.786 í úrslitunum og bætti eigið Íslandsmet  í 9 leikjum kvenna frá því í vor. Skor hennar með forgjöf var 1.858 og hún vann 7 leiki af 9 og fékk því 140 bónusstig og endaði í 3. sæti með samtals 1.998. Staðan eftir úrslitin

Staðan eftir forkeppnina

Mótið var hið fyrsta í AMF mótaröðinni þar sem þátttakendur geta tryggt sér rétt til keppni um sæti  Heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2014. Í úrslitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá stöðuna eftir 1. umferð. Næsta umferð verður RIG mótið og 2. umferð AMF mótaraðarinnar sem fer fram dagana 18. – 26. janúar 2014.

Arnar Sæbergsson og Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR tryggðu sér sigurinn á AMF mótaröðinni á síðasta keppnistímabili og munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2013 sem fram fer í borginni Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi í 15. – 24. nóvember n.k.

Nýjustu fréttirnar