Íslandsmót unglingaliða 2013 – 2014

Facebook
Twitter

Fyrsta umferðin á Íslandsmóti unglingaliða á keppnistímabilinu 2013 – 2014 fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 12. október n.k. og hefst keppni kl. 9:00. Að þessu sinni eru fimm lið skráð til leiks, tvö lið frá ÍA, tvö lið frá ÍR og eitt lið frá KFR.

Á Íslandsmóti unglingaliða eru spilaðar 5. umferðir á keppnistímabilinu og síðan keppa fjögur efstu liðin til úrslita. Keppt er í þriggja manna liðum og þátttökurétt hafa unglingar sem eru félagar í keilufélagi og eru í 5. – 10. bekk grunnskóla. Sjá nánar um Íslandsmót unglingaliða og dagskrá unglingamóta í vetur.

Nýjustu fréttirnar