Deildarbikar liða – Úrslit 1. umferðar

Facebook
Twitter

Keppni í 1. umferð Deildarbikars liða fór fram þriðjudaginn 8. október s.l. Liðin í A riðli kepptu í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, en liðin í B og C riðlum spiluðu í Keiluhöllinni í Egilshöll.

 

Að lokinni 1. umferð er staðan þannig að ÍR-PLS er í efsta sæti A-riðils með 12 stig, ÍR-TT er í 2. sæti með 8 stig eins og ÍR-L sem er í 3. sæti. Í B-riðli eru KFR-Afturgöngurnar í efsta sæti með 10 stig, ÍA er í 2. sæti með 6 stig eins og ÍR-Buff sem er í 3. sæti. Í C riðli er ÍR-KLS í efsta sæti með 8 stig eins og ÍA-W sem er í 2. sæti. Í 3. sæti er KR-C með 4 stig eins og ÍR-Broskarlar og KR-D.

Helstu tíðindi kvöldsins voru þau að Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR setti Íslandsmet í flokki 17 – 18 ára stúlkna þegar hún spilaði 266 í einum leik og bætti eigið met frá 14. september s.l. um tvo pinna.

Alls keppa 19 lið í Deildarbikar á þessu keppnistímabili og skiptast þau í þrjá riðla, 7 lið í A riðli og 6 lið í B og C riðlum. Sjá nánar upplýsingar um leikdaga, riðlaskiptingu og leiki í hverri umferð.

Nýjustu fréttirnar